21.12.2016 | 22:45
Gleðileg jól
Hæ þú þessi eini sem heimsækir bloggið mitt. Svona af því að það eru að koma jól og allt það. Ég rakst á áhugaverða síðu um einhverja James King biblíu, þýðing úr grísku og hebresku yfir í ensku frá 16 hundruð og eitthvað. Og greinargóða úttekt á helstu atriðum sköpunarinar og til Opinberunarbókarinnar. Ég tek með varúð öllu sem sagt er um hinstu daga vissulega en þarna var sagt um antikrist og að hann myndi ríkja í Jerúsalem. Þegar ég svo horfði á þátt Morgan Freeman um sögu guðstrúar þá kom þar einhver sérfræðingur um gyðingdóm og hvernig þeir hugsa sér Messías. Þannig að allt í einu datt í mig hvort antikristur verði þá þeirra Messías sem boði frið og mannlegan konungdóm? Og láti auðvitað reisa musterið. Það eru áhugaverðir tímar framundan allavega.
Svo var stiklað á stóru um sköpunina og þá kenningu að jörðin sé aðeins 6000 ára, en hvar eru risaeðlunar í örkini hans Nóa? Mun sennilegri er sú skýring að mannkyn sé 6000 ára en jörðin eldri og allt hafi verið þurkað út áður og byrjað upp á nýtt. Ég svo sem veit ekki hvað eða hvort þetta er að marka en ég fann allavega samhljóm með eigin hugleiðingum. Kannski hef ég ekki lesið biblíuna mína nógu vel og allt þetta er augljóst fyrir. En allavega fékk ég nóg að hugsa um og ég hef mikinn áhuga á þessum þáttum Morgan Freeman þó að hann sé náttúrulega ekki að einblína mest á kristni heldur þetta austurlenska.
7.8.2014 | 10:23
Ég lifi!
23.12.2012 | 11:45
Blessuð jólin
Það hefur enginn heimsendir komið en það eru að koma jól enn einu sinni enn.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár til allra bloggvina minna og lesanda.
5.4.2012 | 18:52
Páskar
Gleðilega páska. Þetta er orðið sannkallað hátíðarblogg hjá mér þar sem ég skrifa aldrei nema á hátíðum Ég vona að allir muni hafa það gott á páskunum. Núna hugsar maður um þá dýrðlegu fórn sem Kristur færði okkur. Ekki það að ég hugsa oft um það, það er ekkert bara til að flagga á páskum, en samt sem áður er þetta ofarlega í huga einmitt núna.
Og það dregur sífellt nær endurkoma hans, það er aukin spenna í samskiptum þjóða og auðvaldið, hinir eiginlegu konungar jarðar, færa sig upp á skaftið og vilja meira og meira. Hann kemur eins og þjófur að nóttu og gæti komið hvenær sem er, þó að reyndar það bendi kannski ekkert á það í augnablikinu. Það veit enginn nema Guð sjálfur. Látum ekki koma að okkur sofandi á verðinum.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2011 | 22:22
Gleðileg jól
22.7.2011 | 14:26
Adam og Eva í Eden
Eden í Hveragerði er brunnið. Ég var á einhverju næturgöltri í gærkvöldi og sá þessa frétt strax og hún kom, og sá myndir af þessu svakalega eldhafi. Ég hef samúð með þeim Hvergerðingum því að þetta var eitt af þekktara kennileitum bæjarins og nú er það farið fyrir lítið. Það var leitt með þessi fuglgrey sem voru þarna, en það er líklegt að þeir hafi farið fljótt af reyknum.
Svo sá ég þær fréttir að Adam og Eva hafi sloppið, þ.e. hurðirnar í inngangnum og ég hugsaði bara vá hvernig gerðist það. Því að það er ótrúlegt að tréhurðir skuli hafa skilað sér óskaddaðar og ósviðnar með öllu úr þessu brjálaða eldhafi. Er kannski verið að segja okkur eitthvað? Það var það fyrsta sem ég hugsaði að Guð hafi aðeins verið að sýna sig þarna, auðvitað er honum sama um þessar hurðir sem slíkar en þær sýna eitt af hinum stærri táknum Guðs.
Ég ætla ekkert að fara út í sköpunarsöguna samt, en mér finnst þetta vera dálítið merkilegt og gat ekki stillt mig um að skrifa um þetta blogg. Kannski á þetta sér einhverja eðlilega skýringu og ég myndi gjarnan vilja heyra hana. En það er allavega staðreynd að þetta er haldmeira tákn en Jesú á ristuðu brauði eða eitthvað annað ámóta gáfulegt.
21.4.2011 | 11:01
Sumar
Í dag er bæði skírdagur og sumardagurinn fyrsti. Það er dásamlegt að vera farin að heyra smá í fuglum og sjá einstaka grænt strá. Þjóðin sagði reyndar Nei við ICESAVE en merkilegt nokk, það er samt komið sumar og himinninn er enn á sínum stað. Nú er líka sú hátíð þar við trúuðu minnumst Jesú á krossinum. Það er alltaf von fyrir þá sem enga eiga ef þeir vita hvert þeir eiga að snúa sér.
Ég óska ykkur lesendum gleðilegra páska og gleðilegs sumars!
18.3.2011 | 20:41
Enginn titill...
Það tilkynnist hér með að ég er á lífi. Ég ætla að umbuna þessum eina sem enn hefur þolinmæði til að kíkja hér inn með nýrri færslu.
Það er margt sem hægt er skrifa um þessa dagana, t.d. ICESAVE en ég nenni því nú varla .
Það varð hrikalegur jarðskjálfti og flóðbylgja í Japan fyrir viku síðan. Maður horfði agndofa á þessar myndir af flóðbylgjunni flæða yfir landið. Svona flóðbylgjur eru sannarlega hryllilegar og eitt það mest ógnvekjandi af því sem náttúran býður okkur, að mínu áliti. Aumingja Japanir, sem þurfa svo að fást við kjarnavá í ofanálag.
Svo gengur ýmislegt á í miðausturlöndum. Það fær mig til að hugsa til spádóma Jesú um endalokin, en ég ætla að bíða með það þangað til ég fæ frekari innblástur í þá átt. (Sem gæti miðað við afköstin, orðið einhverntíman á næsta ári.)
Trúmál og siðferði | Breytt 19.3.2011 kl. 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2010 | 16:23
Jólin
Jæja þá eru þau nú að koma eina ferðina enn. Ég hef eiginlega af ásettu ráði forðast að skrifa nokkuð um þau því að það er eiginlega ekki margt sem ég gæti sagt sem ég hef ekki þegar sagt . En alla vega er þetta alltaf uppáhalds tími hjá mér og ég nýt hans í botn, sérstaklega þessa síðustu fjóru daga fyrir jól.
Ég óska ykkur sem nenna ennþá að kíkja hingað inn, sem allra gleðilegustu jóla og farsæls komandi árs.
17.7.2010 | 19:15
Biblían og þrælahald.
Það er víst kominn tími á nýja færslu. Ég er alltaf að hugsa svo margt merkilegt en á ekki eins gott alltaf með að koma því í orð. Ég hef t.d. verið að hugleiða ein rök hinna trúlausu sem er þrælahald í biblíunni. Það er auðvitað voða þægilegt að varpa þessu fram, þar sem talað er um framkomu við þræla á nokkrum stöðum. Þó að biblían tali til okkar í nútímanum að flestu leyti, fyrir þá sem ljá eyra því sem hún reynir að segja okkur, þá talar hún líka beint til þeirra sem voru uppi á þeim tíma sem hún var skrifuð.
Við í nútímanum höldum ekki þræla á heimili okkar þó að það tíðkist því miður í iðnaði nútímans, en því er ekki að neita að þannig var það á biblíutímanum. Og biblían segir, farðu vel með þá og uppfræddu þá í trú. Það er ekki boðuð gagnger samfélagsbreyting í biblíunni, og engin sérstök herör slegin gegn kvennakúgun og þrælahaldi sem var einn þáttur þess tíma. En biblían boðar hverjum einstakling að fara vel með það fólk sem hann hefur á heimili eða er ábyrgur fyrir eins og þrælum og vinnufólki. Hvergi nokkurs staðar er hvatt til að taka þræl eða fara illa með konur.
Og það er einnig sagt að sé einstaklingurinn þræll sjálfur skuli hann vera húsbónda sínum trúr og treysta Drottni fyrir þeim aðstæðum. Það er engin furða að þessi boðskapur vefjist fyrir nútímafólki með sterka réttlætiskennd. Biblían er orðin gömul í árum en maðurinn hefur ekkert breyst og þess vegna talar hún enn til okkar. Sömu týpur og biblían skammaði eru til og enn eru til auðmenn sem safna auði á kostnað hinna varnarlausu. Það er varla Guði að kenna þó að einstaklingarnir láti undan fýsnum sínum og brestum. Hver og einn þarf að taka ábyrgð á sínum verkum og það gengur jafnt yfir alla.