Dagurinn í dag

Jæja þá er fyrsta þjóðaratkvæðagreiðsla okkar íslendinga í dag og vonandi taka sem flestir þátt. jóhanna og steingrímur láta sér fátt um finnast samt, þeim finnst það djók að þjóðin fái að segja álit sitt á máli sem þau telja sitt einkamál. jóhanna væri samt í hátíðarskapi ef þetta væri um inngöngu í ESB og þá ættu allir að taka þátt og segja já. En jóhanna lítur líklegast ekki á sig sem íslending hvort sem er heldur ESBing.

Það er alveg á hreinu að þau skötuhjú hefðu dregið lögin til baka hefðu þau séð sér það fært, en þau vissu sem var að þjóðin hefði brjálast. Það er vonandi úr sögunni sá tími þegar fjórflokkarnir, því að þetta er allt það sama og enginn munur á, gátu ráðgast með hlutina eftir sínu höfði. Þetta er áfangi í sögu okkar sama hvað þau reyna að tala þetta niður og halda því fram að enginn hafi vit á hvað er verið að kjósa um.

Og mér finnst alveg þess virði að mæta til að senda þeim þau skilaboð að við búum í þessu landi líka og svona er stjórnarskrá okkar. Og höfum við einhverju að tapa hvort sem er. Ég lít ekki þannig á og það hlýtur að vera eitthvað gagn í þessu miðað við hvað það var lögð mikil áhersla á að koma í veg fyrir að þetta væri haldið. Þau mega vera í fílu, eiga ekkert betra skilið fyrir að standa ekki betur með þjóð sinni.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband