5.4.2012 | 18:52
Páskar
Gleðilega páska. Þetta er orðið sannkallað hátíðarblogg hjá mér þar sem ég skrifa aldrei nema á hátíðum Ég vona að allir muni hafa það gott á páskunum. Núna hugsar maður um þá dýrðlegu fórn sem Kristur færði okkur. Ekki það að ég hugsa oft um það, það er ekkert bara til að flagga á páskum, en samt sem áður er þetta ofarlega í huga einmitt núna.
Og það dregur sífellt nær endurkoma hans, það er aukin spenna í samskiptum þjóða og auðvaldið, hinir eiginlegu konungar jarðar, færa sig upp á skaftið og vilja meira og meira. Hann kemur eins og þjófur að nóttu og gæti komið hvenær sem er, þó að reyndar það bendi kannski ekkert á það í augnablikinu. Það veit enginn nema Guð sjálfur. Látum ekki koma að okkur sofandi á verðinum.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 18:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.