Gleðileg jól

Hæ þú þessi eini sem heimsækir bloggið mitt. Svona af því að það eru að koma jól og allt það. Ég rakst á áhugaverða síðu um einhverja James King biblíu, þýðing úr grísku og hebresku yfir í ensku frá 16 hundruð og eitthvað. Og greinargóða úttekt á helstu atriðum sköpunarinar og til Opinberunarbókarinnar. Ég tek með varúð öllu sem sagt er um hinstu daga vissulega en þarna var sagt um antikrist og að hann myndi ríkja í Jerúsalem. Þegar ég svo horfði á þátt Morgan Freeman um sögu guðstrúar þá kom þar einhver sérfræðingur um gyðingdóm og hvernig þeir hugsa sér Messías. Þannig að allt í einu datt í mig hvort antikristur verði þá þeirra Messías sem boði frið og mannlegan konungdóm? Og láti auðvitað reisa musterið. Það eru áhugaverðir tímar framundan allavega.

Svo var stiklað á stóru um sköpunina og þá kenningu að jörðin sé aðeins 6000 ára, en hvar eru risaeðlunar í örkini hans Nóa? Mun sennilegri er sú skýring að mannkyn sé 6000 ára en jörðin eldri og allt hafi verið þurkað út áður og byrjað upp á nýtt. Ég svo sem veit ekki hvað eða hvort þetta er að marka en ég fann allavega samhljóm með eigin hugleiðingum. Kannski hef ég ekki lesið biblíuna mína nógu vel og allt þetta er augljóst fyrir. En allavega fékk ég nóg að hugsa um og ég hef mikinn áhuga á þessum þáttum Morgan Freeman þó að hann sé náttúrulega ekki að einblína mest á kristni heldur þetta austurlenska.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband