Náttúran

Nú er einn af þessum fögru haustdögum þar sem náttúran skartar sínum skæru litum sem ljóma í blessarði sólinni. Veturinn hefur minnt á sig og fjöllin eru hvít til hálfs. Sumir hata veturinn en ég er svo heppin að kunna að meta allar árstíðir, þær hafa allar sinn sjarma. Það er yndislegt að vera úti í lognsnjókomu, helst sem þéttastri, það er svo mikill friður í henni. Hlý lognrigning er ekki síðri og það er eitthvað svo hreinsandi og hressandi við hana. Og lygn vor og sumarkvöld eru engu lík.

Náttúran hefur svo mikið af fegurð Guðs og mikilfengleika. Þetta kannast ábyggilega fleiri trúaðir við. Rennandi vatn er gott dæmi um þetta, litlar sprænur sem kliða glaðlega og fossar sem steypast mikilfenglegir, jafnvel þeir minnstu. Þetta sýnir allt bæði fegurð og kraft Drottins. Og þó að ekki sé minnst á allar náttúruhamfarirnar sem eru svo skelfilega mikilfenglegar eins og Drottinn getur verið einnig. Guð setti hluta af sér í allt sköpunarverk sitt og allar hliðar sem eru augljósar en samt svo torskyldar og enginn maður getur nokkurntíman skilið til fulls. Það gerir mann auðmjúkan að vera hluti af þessu öllu og vera hluti af Guði. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

vel mælt!

ég er líka svo heppin að vera hrifin af öllum árstíðum, haustlitirnir koma manni alltaf í opna skjöldu með því að vera svona fagrir og fólk getur ekki komið með neina betri skýringu á þeim heldur en þá gömlu góðu: kannski er þetta bara svo að við getum notið þess

 Takk fyrir pistilinn. 

halkatla, 22.9.2007 kl. 12:36

2 Smámynd: Linda

Þetta er yndisleg færsla hjá þér, ég er mikið fyrir haustið, það er svo fallegt að sjá jörðina leggjast í dvala, vitandi að allt mun verða nýtt eftir nokkra mánuði, það minnir mann á hvað Guð hefur lofað okkur.. Veturinn getur verið erfiður enn ekkert sem maður getur ekki bætt með kertum og kósí stemmingu.  Þakka þér fyrir að minna okkur á allt það sem er jákvætt við breytta árstíð.

Linda, 22.9.2007 kl. 15:13

3 Smámynd: Flower

Já Anna Karen, stundum þegar ég horfi á fallegan kvöldhiminn eða falleg ský finnst mér að Guð hafi gert það bara fyrir mig að dást að. Og líka litasamsetningar haustsins sem geta verið svo ótrtúlegar að það væri erfitt jafnvel fyrir hæfustu málara að ná. Guð er langbesti listmálari sem um getur

Já Linda, það er sko notalegt að hreiðra um sig inni í hlýju og birtu á dimmum vetrarkvöldum, helst með bók og jafnvel heitt súkkulaði Nú eða fá sér rómantíska tungskinsgöngu í sindrandi snjó fyrir þá sem búa í dreifbýli. Og fara á vélsleða í tunglskini, að vera farþegi við þær aðstæður er æðislegt. Veturinn er ekki alslæmur, nema fyrir þá sem eru með skammdegisþunglyndi, það er náttúrulega ekki gott.

Flower, 22.9.2007 kl. 16:33

4 Smámynd: Vendetta

Tja, Flower, mér finnst einhvern veginn vanta alla rómantík í íslenzka veðráttu. Kalda, harða rigningin í Reykjavík er ekki eins og tempraða, mjúka rigningin snemma morguns á Rue de Morgue í París. Íslenzkir sólskinsdagar minna afskaplega lítið á þann tímalausa súrrealisma sem hægt er að upplifa í Madrid á ágústdegi. Og að nötra eftir sjóbað í Nauthólsvík er nú ekki eins gaman og að synda í spegilsléttu Adríahafinu á júlíkvöldi.

Aahhh.... 

Vendetta, 24.9.2007 kl. 01:41

5 Smámynd: Flower

Veistu Vendetta að það er til margskonar rómantík. Og þó að veðráttan sé ekki alltaf rómantísk þá er nú alltaf notalegt að kúra inni í birtu og hlýju þó ekki sé annað. Og þú getur varla neitað því að lygn íslensk vor og sumarkvöld eru rómó þó að ekki sé kannski hlýindunum fyrir að fara.  Þess vegna eru hlý föt hér ;) Hefur þú einhverntíman farið upp í fjöll á vélsleða? Að vera upp í fjöllum í apríl þegar daginn er tekinn að lengjast og sólin skín fram að kvöldmat er magnað. En sennilega er ég svöl en þú hot hehehe

Flower, 24.9.2007 kl. 11:46

6 Smámynd: Vendetta

Já, ég er svo blóðheitur, að við spörum fleiri þúsund á ári í upphitun heima hjá okkur. Þess vegna líður mér bezt í 30 - 40 stiga hita. Þess vegna verðum við að fara til suðrænna landa á hverju sumri til að drekka í okkur sólarorkuna til að geta kynt ókeypis á veturna.  

Hinir drungalegu, myrku, köldu, hráslagalegu, órómantísku, óerótísku vetrarmánuðir hér eru stundum alveg að fara með okkur (mig allavega).  Verðum að gera eitthvað við þessu.

Vendetta, 24.9.2007 kl. 13:10

7 Smámynd: Flower

Þá verðuru bara að nota hlýtt teppi eða sæng og vissa tegund af myndböndum til að gleyma þessum óþægindum vetrarins Get ekki ráðlagt þér neitt annað

Flower, 24.9.2007 kl. 16:57

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Flottur pistill Flower mín,  ég hef verið fjarri góðu gamni  undanfarna daga og var að taka eftir þessu núna. Það  verður gaman að fylgjast með þér á moggablogginu. Guð blessi þig !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.9.2007 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband