24.9.2007 | 22:39
Merkileg bók
Ég er að lesa bók sem ég vil endilega deila með ykkur, sérstaklega þeim trúuðu. Hún heitir Fylgsnið og er skrifuð af Boom og Sherrill. Hún fjallar um Corrie ten Boom sem var hollensk og bjó í smáborg sem heitir Haarlem og er rétt hjá Amsterdam. Það sem er svona einstakt við hana og fjölskyldu hennar er trú þeirra, þau voru öll lifandi trúuð og fengu sinn skammt af visku og krafti Drottins. Corrie og systir hennar tilheyrðu neðanjarðarhreyfingu í seinna stríði og unnu ötullega að björgun gyðinga undan Gestapo. Það var hættulegt starf í landi sem nasistar réðu ríkjum. En það unnu þær undir dyggri vernd og stuðnings Drottins. Faðir þeirra var sterkur trúmaður og sá fyrir að hollendingar myndu ekki halda út gegn þjóðverjum og landið yrði hernumið.
Trúarreynslu þeirra geta margir lifandi trúaðir samsamað sig og ég þekki sumt af þeim lærdómi sem hún Corrie þurfti að ganga í gegnum. Og sýnir það sem ég hef lengi vitað að það er ævilangur lærdómur á vegi Guðs. Corrie var hátt á fimmtugsaldri þegar þegar stríðið skall á og hún var enn að læra. Í þessari bók er líka aðeins farið inn á dauðamenningu þá sem viðgekkst í Þýskalandi nasismans. Bróðir hennar sem var prestur vissi mikið um það sem gékk á í Þýskalandi á þessum hryllingstímum. Sem var sú óhuggulega stefna að losna við gamalmenni og þá veiku. ( Um það má lesa í bókinni Falið vald. ) Hann tók á móti flóttamönnum frá Þýskalandi og hýsti þá. Öll þessi fjölskylda var full af kærleik, óeigingirni og ósérhlífni.
Þessi bók kennir okkur hvað fullkomið traust á Drottni skilar okkur í líf okkar. Ég finn að Guð snertir við mér við lestur þessarar bókar og sýnir mér hvað er hægt undir hans leiðsögn. Eiginlega skortir mig orð til að lýsa þessu. Ég mæli hiklaust með henni við ykkur hafið þið ekki þegar lesið hana. Þessi bók á fullt erindi við lifandi trúaða.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Þessi bók er ein af mínum heitelskuðu bókum, ég dáðist af dug þeirra sem koma þarna við sögu, og sigrum þeirra og raunum. ÆÐISLEG BÓK mæli með henni líka.
Linda, 24.9.2007 kl. 23:56
Komin á bókalistann... Gaman að sjá þig á blogginu.
Bryndís Böðvarsdóttir, 25.9.2007 kl. 22:48
Kæra Blóm, slæddist inná síðuna þína í "framhaldsklikki" frá yndislegum vinum mínum hér á blogginu.. sem ég hef aldrei séð heldur og þekki ekki í persónu nema héðan. Samt þykir mér óskaplega vænt um þau og finnst þau standa mér nær en margir sem ég þekki meira.
Litla hjartað mitt tók heljarstökk þegar ég sá um hvaða bók þú varst að fjalla. Las hana fyrir rúmum 20 árum og hún hefur verið í huga mér æ síðan. Ég hef dásamað hana til hægri og vinstri og lesið hana tvisvar síðan, en mér til furðu hafði enginn sem ég spurði lesið hana.
Þetta er hreint engin "halelúja-bók" eins og sumir eru svo ógnarsmeykir við. Þetta er bókmenntaverk á heimsmælikvarða eftir hugrakka og yndislega konu sem lést á nítugasta og fyrsta afmælisdaginn sinn 1984.
Nú ertu búin að gera mér hálfgerðan óleik, vinkona. Verð ekki í rónni fyrr en ég verð búin að ná í stigann uppá háaloft og gramsa í 20 bókarkössum sem ég flutti með mér út, og voru helstu sökudólgarnir í svimandi háum flutningsreikningi frá Eimskip fyrir 6 árum. Verð að finna bókina, ekki bara til að lesa hana enn og aftur, heldur ennþá frekar til að "neyða" alla íslenskulesandi sem ég kemst í tæri við til að lesa hana líka. Það sér enginn eftir því að lestri loknum.
Velkomin á Bloggið!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 26.9.2007 kl. 00:13
Takk fyrir bænamær, gaman að fá þig sem bloggvin.
Takk Helga Guðrún. Þessi bók nær sko tökum á manni og ég fagna þeim degi þegar ég ákvað að taka hana úr hillunni og lesa. Það var líka svo sérstakt að lesa um svipaða reynslu og ég þekki svo vel sjálf og sjá að aðrir eiga svipað samband við Guð og ég.
Mig grunar að það hafi ekki margir lesið þessa bók það var gaman að sjá að Linda hafði gert það. Þessi bók á nefnilega erindi við alla, það hafa allir gott af að lesa bækur af þessu tægi og lesa erfiðar áleitnar bækur.
Eftir að hafa lesið þessa skemmtilegu athugasemd þína hef ég fullan hug á þér sem bloggvin. Það eru meðmæli með þér að þú ert bloggvinur bloggvina minna
Flower, 26.9.2007 kl. 11:46
Takk fyrir, það var mér heiður að þyggja bloggvinskapinn. Önnur bók sem ég las á sama tíma og greip mig heljartökum var Hundrað ára einsemd, eftir G. Garcia M. Hún er alger snilld, enda fékk hann Nóbelinn í framhaldinu ef mig misminnir ekki.
PS. Þegar ég hugsa til baka, þá fatta ég varla hvergir maður komst yfir að lesa allar þessar bækur á sama tíma og vinna fulla vinnu og missa varla kvöld úr skemmtanalífinu og endalausu djamminu þarna uppúr tvítugt. En mikið rosalega var gaman...
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 26.9.2007 kl. 13:53
vá ég er með þessa bók hérna fyrir framan mig!!! nú verður sko lesið
halkatla, 27.9.2007 kl. 17:50
Anna Karen, við heyrum þá ekki frá þér alveg á næstunni.. á ekki von að þú getir lagt hana frá þér þegar þú byrjar að lesa. En ekki vera of lengi, það yrði ferlega tómlegt að sjá þér ekki bregði fyrir. x
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 27.9.2007 kl. 22:31
Hehehe Helga. Ég fór að lesa eftir að ég var háttuð síðasta kvöld, var í miðri bók eða svo. Og það endaði með því að ég kláraði hana, það var um tvö held ég. Eða seinna, man það ekki. Er stundum sein af stað með bækur en fer að lesa eftir að ég er háttuð og enda með að klára Það er sennilega þess vegna sem er mælt með að lesa ekki spennandi bækur fyrir háttinn ef um svefnöðrðuleika er um ræða
Flower, 27.9.2007 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.