27.9.2007 | 17:52
Jesús og Da Vinci Code
Ég hef mikð hugleitt Da Vinci Code og þessum lúmsku kenningum um að Jesús hafi verið giftur og átt börn. Í þessum pistli ætla ég að fara smá í mínar hugleiðingar um þetta.
Margir spyrja afhverju hann ætti ekki að hafa verið giftur þar sem hann var jú maður, einskonar hippi síns tíma. Þessi hippastimpill passar reyndar ekki við boðskap Jesú, þeir sem halda því fram sjá aðeins það sem þeir vilja sjá úr boðskap hans, en kjósa að líta fram hjá því hvað hann var hvass í orðum. Hippar aðhylltust líka frjálsar ástir, en Jesús er alveg skýr á hvað honum finnst um slíkt. Svo er það þetta meinta hjónaband hans og Maríu Magdalenu. Hún María var klárlega góð sterk kona, trú hennar sterk, og ást hennar til Jesú mikil eins og hjá öllum sem kynnast honum. En það er til annarskonar ást en ást milli manns og konu, sú ást er of oft vanmetin og gert lítið úr í samfélagi sem aðhyllist frjálsar ástir eins og hippamenningin. Slíka ást hefur Jesú til allra hvorki meira né minna. Það var sú ást sem hjálpaði honum að deyja á krossinum fyrir okkur öll.
Og það er kjarninn í boðskap Krists, og hann vissi alla ævi að þá leið átti hann að fara. Það var ekkert pláss fyrir maka og börn í hans lífi þar sem það var uppfullt af Guði, og uppfullt af kærleik til heimsins. Hans hlutverk var miklu æðra þessu venjulega jarðlífi, þar sem hann var ekki bara maður heldur Drottinn. Að halda því fram að hann hafi bara verið maður sem gerði uppreisn gegn ríkjandi samfélagi og allt eins giftur, gerir hreint út sagt lítið úr þeirri fórn sem okkur öllum var færð. Guð sendi son sinn eingetinn til að deyja á krossi og rísa upp frá dauðum svo allir sem á hann trúi öðlist eilíft líf en glatist ekki. Það er hámark kærleikans.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Ég bara þessa færslu
það má kannski líka bæta því við þessar pælingar að það var síður en svo óþekkt á þessum tímum að karlmenn um þrítugt væru ógiftir, því er oft haldið fram í sambandi við hjónabandshugleiðingar Jesúsar, en málið er að t.d essenar voru einhleypir karlmenn sem bjuggu í "afdala" kommúnu og stunduðu ekki kynlíf heldur pældu bara í Guði, ritningunni og Messíasi sem væri á leiðinni
halkatla, 27.9.2007 kl. 18:01
Ég hef séð einhvern þátt þar sem að þessu sem þú segir var einmitt haldið fram Anna. Það eru svo margir sagnfræðingar sem telja það nánast útilokað að Jesús hafi verið skírlífur. En hverjum ætti að ganga það betur en einmitt syni Guðs
Flower, 27.9.2007 kl. 18:15
DaVinci - (nú er það listfræðingurinn sem talar) tilheyrði 'söfnuði' sem var innan frímúrara reglunnar. Enn þann dag í dag eru frímúrar harðir á þessu, að Jesú hafi gifst og átt börn. Meira að segja er hægt sjá með röntgentækni að DaVinsi gerði Maríu Magdalenu í stað Jóhannesar í myndinni "Síðustu kvöldmáltíðinni", hann sætti mikilli gagnrýni og neydist til þess að breyta henni í Jóhannes postula. En harður var hann á þessari skoðun. Þótt hann væri snillingur á mörgum ef ekki flesum sviðum, þá var guðfræði ekki hans sterka hlið.
Og gaman að því að Anna Karen talar um Essenna, í bókinni "þöglu árin tólf í ævi Jesú" er einmitt haldið fram að Jesús hafi verið Essenni, og reyndar Nasarei svo kallaður, sem var fórn til Guðs dýrðar og ekki ólíkt munkum og nunnum í dag. Nema þeir máttu ekki drekka vín. En slíkar kenningar ekki stoðir undir sér, því hví ætti Guð sjálfur að hjálpa til við að fjölga mannkyninu, ég sé bara ekki hvernig hann gat grætt á því!
Takk fyrir þessa góðu grein kæra Flower, og Guð blessi þig.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.9.2007 kl. 20:45
Frímúrara reglan er ferlega furðulegt fyrirbæri og krípi. Það er eitthvað svo óheilbrigt við alla þessa stórlaxa samfélagsins rotta sig saman á lokuðum samkomum Það kemur ekki á óvart að þeir skuli halda þessu fram.
Og tek undir með þér hvað Guð ætti að græða á því að fjölga mannkyninu í eigin persónu. Jesú var ekki sendur til þess. En hver skyldi græða mest á að láta fólk trúa því að Jesú hafi bara verið venjulegur fjölskyldufaðir með uppreisnarhneigð?
Flower, 27.9.2007 kl. 22:55
Ég er sammála Önnu , ég elska þessa færslu þína, hún er mögnuð, vel skrifuð bara yndisleg yfir höfuð. .
Linda, 28.9.2007 kl. 15:03
Da-Vinci code er meðal andkristilegustu bóka sem að til eru, vegna þess að þær smeygja inn í sálina á afskaplega fagran og lúmskan hátt því að jesús sé bara einhver ágætis kall sem að ekki sé fær um að leiða okkur til Guðs, enda sé það kanski í okkar valdi að gera það bara sjálf!
Guðrún Sæmundsdóttir, 1.10.2007 kl. 12:47
Já Guðrún, þetta er nefnilega svo lúmskt.
Flower, 1.10.2007 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.