1.10.2007 | 23:07
Antikristur: Hver er hann?
Eftir að hafa lesið um þær kenningar að vatikanið sé antikristur er þetta mál mér hugleikið þessa dagana og Dottinn leggur mér þá byrði á herðar að skrifa um það sem ég veit um hann.
Aðventisarnir telja sig hafa fundið antikrist og lesa Opinberunarbókina samkvæmt því. Miðað við hversu langt kaþólikkar eru margir frá kristni er kannski ekki nema von að þeir dragi þá ályktun, allavega er þetta stofnun sem afvegleiðir marga og heldur villu að fólki. En antikristur er ekki kristinn, ekki einu sinni að nafninu til. Það er mjög skýrt í Opinberunarbókinni.
Antikristur er ekki eitthvað eitt heldur meira andkristnir straumar og stefnur innan samfélagsins. Af slíku er nógu af að taka í nútímanum, til að mynda sú tækni sem gerir mér kleift að skrifa þessa færslu, netið s.s. Sá maður sem kynnti Guð fyrir hluta þessarar fjölskyldu hafði gáfu til að lesa spádóma biblíunnar og sérstaklega Opinberunarbókarinnar. Hann talaði um tölvurnar, og var það áður en þetta stökk í þróun þessarar tækni kom. Nú er hann illa haldinn af alzeimer og mun ekki fá fleiri lausnir, en hann hefði hugsað svipað og ég geri núna. Það er einmitt búið að finna upp það sem ég hef efst á lista grunaðra hvað merki dýrsins gæti verið, og taka í notkun á gæludýrum.
Örflögur verða líklegast græddar undir húð. Það mun enginn geta keypt og selt nema að hafa merkið. Það fær mann til að spyrja sig hvaða aðilar gætu haft næg völd til að koma þessu á. Og þeir einu sem mér dettur í hug eru stórfyrirtækin sem hafa mun meiri völd en augljóst er. Það er erfitt að sjá Vatikanið fyrir sér í þessu samhengi. Opinberunarbókin talar líka mikið um konunga jarðar, þá sem völdin hafa, sem eru jú stórfyrirtækin sem hafa öll þessi ítök í pólitík. Stórfyirirtækin sýna öll einkenni siðblindu, samt eru þau ekki persónur en eru samt svo stór og svo skelfilega gráðug og gína yfir öllu. Alveg eins og dýrinu er lýst.
Nú veit Guð einn fyrir víst hvað dýrið er. En ætli maður að fara að rýna í Opinberunarbókina verður að skoða það í samhengi. Það gengur betur upp að ætla að antikristur sé ekki einn aðili heldur eitthvað sem erfiðara er að festa hönd á og hefur ítök alstaðar. Að setja Vatikanið eitt í það hlutverk skýrir ekki hina spádómana, og það er erfitt að setja þá alla í samhengi með því móti. En stórfyrirtæki ganga betur upp í því samhengi vegna valda þeirra og hversu víða þau ná og til hvað margra. Og vegna áhrifa þeirra á þá sem völdin eiga að hafa, pólitíkusana. Þau eru með ítök í hergagnaframleiðslu. Listinn er langur.
Hef ég rétt fyrir mér, ég veit það ekki en Guð veit það. En það er á hreinu að þetta passar mun betur við allt sem antikristur á aðhafast.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Þetta er bara ævintýr, ber ekki að taka bókstaflega ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 12:01
Nei Dokksi bara mættur og búinn að uppgvöta bloggið mitt Ég saknaði þín, það er ágætt að fá ólík sjónarhorn í umræðuna.
Veistu að þetta er eitt mest lifandi ævintýr sögunar ;)
Flower, 2.10.2007 kl. 12:53
Dokksi verður að koma og lækna ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 13:40
En hvað með að lækna Dokksa?
Flower, 2.10.2007 kl. 15:58
Sæl Skvís, var ég búin að segja þér hvað ég er glöð að þú skulir vera að blogga.
Ég hef fylgst með þessari umræða sem þú vitnar í, og þetta er eitthvað sem ég er ekki sammála, þ.a.s. varðandi Róm og páfa. Það vill svo til að ég benti viðkomandi á aðra grein um 7 hæðir/fjöll aðrar enn þær sem þeir(aðventistar) telja að sé bein ávísun á Róm sem sæti óvinarins, hinsvegar hefur greinin sem ég benti á komið með annað sjónarhorn sem er ekki svo galið. Smelltu hér og lestu, segðu mér svo þitt álit.
Linda, 2.10.2007 kl. 19:05
Það munar ekkert um það Veistu eitthvað um þennan náunga sem skrifar þetta? Ég veit ekki alveg hvað á að halda Linda, enda hef ég þá reglu að treysta varlega öllu svona uns annað kemur í ljós. Ég held samt að antikristur sé ekki ein persóna heldur sé meðal okkar.
En það er skýrt að Jerúsalem er stór partur af þessari atburðarás. Nú er hún umsetin óvinum eins og þú sem veist svo mikið um íslam veist. Hann Snorri hefur mikið talað um Evrópusambandið í þessu samhengi. Það notar mikið tákn gömlu Babýlon eftir því sem hann segir. Sannast sagna erum við enn í óvissu hver er hvað og verður hvað. Það er aðeins hægt að vera með getgátur.
En allavega finnst mér að Guð hafi þrýst á að ég skrifaði þessa grein, ég skrifa bara en Guð veit hvort þetta er rétt.
Flower, 2.10.2007 kl. 22:14
það er nú þegar búið að setja örflögur í nokkra einstaklinga, við getum alveg búist við því að þær komist formlega í gagnið eftir nokkur ár, reyndar bendir allt til þess
halkatla, 3.10.2007 kl. 15:30
Sæl, ég veit afskaplega lítið um þennan náunga enn hann kemur með mjög merkilegan spuna á þessa umræðu, svona almennt. Hinsvegar er ekki einleikið hvað ég dett oft inn á hann þegar ég er að leita af þessu efni. Hinsvegar, þá vitum við að Andkristnir eru margir, enn það er bara einn afvegaleiðari sem mun koma áður enn Jesú kemur, hann er sá sem við eigum að hafa augun opin eftir. Snorri er alveg ágætur, ég hlusta á hann þegar hann kemur við á Omega, hann kallar sko ekki allt ömmu sína, ekki frekar enn Gunnar í Krossinum.
Oh meðan ég man, gast þú horft á fræðsluþáttinn sem er inni á blogginu mínu, hann er þrumu góður.
Linda, 3.10.2007 kl. 15:36
Sæl vertu blóm.
Antikristur er nú yfirleitt skilgreindur í eintölu, þó segir í 1.Jóhannesarbréfi: "Þér hafið heyrt að andkristur kemur, og nú eru líka margir andkristar komnir fram. " Neðar í sama kafla: " Sá er andkristurinn, sem afneitar föðurnum og syninum. "
Hér að ofan trúi ég að sé verið að tala um þann antikrist sem kemur og síðan þá, sem hafa anda hans. Ef við skoðum þessaloníkubréfið, þá sjáum við að lögleysið kemur á undan lögleysingjanum. 2. þess. 2.3. " Því að ekki kemur dagurinn nema fráhvarfið komi fyrst og maður syndarinnar birtist. Hann er sonur glötunarinnar, sem setur sig á móti Guði og rís gegn öllu því, sem kallast Guð eða helgur dómur." ( Við sjáum þennan anda svo sannarlega á mörgum bloggsíðum)
v.7 Því að lögleysið er þegar farið að starfa í leyndum og stendur ekki á öðru en að þeim verði burt rýmt sem nú heldur aftur af. v.8 Þá mun lögleysinginn opinberast..
Opinb. 13.4.-7. " Þeir tilbáðu drekann, af því að hann hafði gefið dýrinu vald sitt. Og þeir tilbáðu dýrið og sögðu: Hver jafnast á við dýrið og hver getur barist við það? Og því var gefinn munnur, er talaði stóryrði og guðlastanir, og lofað að fara því fram í fjörutíu og tvo mánuði. Og það lauk upp munni sínum til að lastmæla gegn Guði, til að lastmæla nafni hans og tjaldbúð hans og þeim, sem á himni búa.
Sjáum að þessi ritning er lík þeirri í þessalonikubréfinu. Dýrið hér virðist geta staðið fyrir þjóð og það hefur munn. Opinb. 17.11, segir reyndar að dýrið sé konungur.
Ég er nú orðinn svolítið þreyttur á að heyra fólk leita að blórabögglum, til að geta hengt þessa nafngjöf á . Það er gott að halda sig við ritninguna og svo bara sjá . En þakka þér frábæra hugleiðingu um þessi mál.
Kristinn Ásgrímsson, 4.10.2007 kl. 00:11
Já Kiddi, það er sennilega rétt hjá þér Ég get svo sem ekki sagt að ég sé að leita að blóraböggli, en maður lítur samt í kring um sig. Þróunin í heimsmálum nútímans er að segja sína sögu líka og gefa vísbendingu um hvaða aðilar gætu komið að þessum stóru atburðum. Og einnig sú valdapólun sem er að verða í heiminum og stórfyrirtækin eiga sinn sess í.
Flower, 4.10.2007 kl. 09:15
Æ, þessir aðventistar eiga bágt. Ég er búinn að reyna að koma vitinu fyrir þá en þetta er eins og að tala við vegg. Ég hvet alla trúaða hér til þess að biðja fyrir þessu fólki.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.10.2007 kl. 10:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.