Bækur

Ég er mikill lestrarhestur og hef alltaf verið. Ég held tryggð við sumar barnabækur sem ég las sem krakki. Núna er ég að lesa Enid Blyton og það er vissara að lesa hana ekki á fastandi maga LoL Það er öðurvísi að lesa hana sem fullorðin en sem barn, ef hinn PR færi að ritskoða hana yrði allt vitlaust. Í Dularfulla bókaflokknum koma sígarettur t.d aðeins við sögu, það truflar mig ekkert, en á tímum þar sem verið er að þurka út allt sem viðkemur reykingum í Tomma og Jenna færi það örugglega fyrir brjóstið á mörgum. Þetta var einfalldlega hluti af þessum samtíma, og er þessi árátta að breita því efni í sér pistil. 

Einu sinni var ég mikill aðdáandi Nancy Drew en í mínu tilfelli þoldi hún ekki þessi miklu umskipti upp í fullorðinsárin og núna þoli ég hana ekki hahaha. Ég er alltaf hrifin af bókaflokknum um Dóru eftir Ragnheiði Jónsdóttir, það er verulega heillandi að lesa raunhæfa samtímalýsingu á þessum miklu umbrotatímum sem hernámsárin voru. Annar bókaflokkur um sama tíma er eftir Guðrúnu Helgadóttir og er líka í miklu uppáhaldi. Það eru Sitji Guðs englar : Saman í hring og Sænginni yfir minni. Þetta eru svo skemmtilega skrifaðir bókaflokkar og lifandi.

Einn flokkur af bókum hefur aldrei heillað mig nema síður sé, og það eru svokallaðar unglingabækur eftir þessa íslensku höfunda. Mér hefur alltaf virst að það séu börn sem lesa þær en unglingarnir sem þessar bækur eru skrifaðar fyrir færi sig í eitthvað bitastæðara. Þannig var það þegar ég var unglingur allavega. Ég var farin að lesa Alistair Maclean þegar ég var 14 ára og Sydney Sheldon. Já og Rauðu seríuna, það er til þvílíkur haugur af þessu drasli og flest svo heiladrepandi að ég gafst upp einn daginn og hætti að taka fullan poka af þessu á bókasafninu hahahaha. Ég á nokkrar uppáhaldsbækur sem ég les reglulega en nenni almennt ekki að taka eitthvað nýtt. 

Listinn er langur af þeim höfundum sem ég held upp á og hef ekki nefnt hér, en nokkrir þeirra eru Jack Higgins í spennusögum og barnabókahöfundar sem ég verð að nefna eru Tove Janson og Astrid Lindgren. Bróðir minn Ljónshjarta er náttúrulega meistaraverk. Þetta er smá yfirlit um minn bókasmekk sem er ótrúlega víður. Það er bara gaman að hafa fjölbreitni í hlutunum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

vá takk fyrir þessa upprifjun! ég elskaði enid blyton og astrid lindgren, og auðvitað sitji guðs englar og það allt!!! ég byrjaði einmitt að lesa Victoriu Holt 11 ára og Sydney Sheldon snemma eftir það, og svo bara framvegis. Þessar dásamlegu bókmenntir sitja eitthvað svo í hjartanu manns, en ég las reyndar ekki Alistair Maclean, það vantar ábyggilega dáldið inní hjá mér sko, en ég byrjaði að lesa Anne Rice 14 ára og Dean Koonts, ég elskaði þau! núna fæ ég samviskubit ef ég les skáldsögu, en reyndar las ég Flugdrekahlauparann um daginn, það er stórkostleg bók.

halkatla, 7.10.2007 kl. 19:39

2 Smámynd: Flower

Já ég gleymdi þarna mörgum sem ég held upp á, en Dean Koontz er nú reyndar efni í sér pistil vegna trúarinntaksins í hans bókum og ég var að velta fyrir mér á þessu ári. Victoria Holt er ágæt inn á milli. Ég er einmitt mjög hrifin af þessum gamaldags ástarsögum Ég á erfitt að sjá fyrir mér bókarlaust líf, það væri mjög innantómt þar sem bækur hafa reynst mér svo góðir vinir þegar ég átti enga af holdi og blóði. 

Flower, 7.10.2007 kl. 22:14

3 Smámynd: Linda

Ég var rosalega hrifin af Nancy Drew, og líka bókunum um hana..ég er að reyna muna nafnið enn varð það ekki "öddu" bækurnar??  Í dag les ég ekki eins mikið og ég gerði, enn, margt kemur þó inn á borð hjá mér, frá ástarsögum(MCNaught, Deveroux, Martin o.s.f.v.) Bækur eins og "Ég lifi" (mæli með þessari, all svakalaleg og skeður í WWII ) skildu eftir sig ógleymanlega frásögn. Annars verð ég bara að viðurkenna það að Nora Roberts, Kay Hooper og Iris Johansson eru merkilega skemmtilegir pennar og létta mér lund þegar sálar tetrið verð að sækja í það sem veldur manni sorg og þyngslum.  Stundum er bara gott að hafa lesefnið létt.

Linda, 9.10.2007 kl. 05:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband