14.10.2007 | 12:54
Höfuðborgin
Er stödd í Reykjavíkinni í augnablikinu og það fyrsta sem ég sá þegar ég kom út úr flugstöðinni var hin margumrædda friðarsúla hennar Yoko O-no. Ég get því miður ekki sagt að ég hafi heillast af þessu fyrirbæri og það minnti mig mest á leitargeisla úr WW II og bjóst ég jafnvel við loftárás á hverri stundu hahaha Ef við hefðum flogið í geislann hefði ég jafnvel óttast loftvarnarskothríð af jörðu hehehe. Nei, kannski ekki svo slæmt En þetta er skelfilega tilgangslaust fyrirbæri eigi að síður.
Fór í mat til Guðsteins í gærkvöldi og fékk gott nautakjöt, hann er góður kokkur og stendur fyllilega undir væntingum sem slíkur. Bara takk enn og aftur Guðsteinn og Bryndís.
Kringlan var sótt heim í gær, en ekki hvað? Dagurinn í dag er lokuð bók og ekkert plan til fyrir hann. Kemur bara í ljós. Fór út áðan í rigninguna og rölti á Hlemm. Sá engan frægan núna á þessum slóðum. Þeir eru kannski bara þarna á laugardagsmorgnum. Fór í bakarí og keypti mér óhollustu í sunnudagsmorgunmat, það er orðin hefð um helgar hér í bænum þegar ég kem hingað suður. Fer svo í fyrramálið norður, og niður en það er víst vani hjá flugvélum að fara niður á endanum Þakka bara fyrir að Dagur er ekki tekinn við sem borgarstjóri því að hann fer örugglega út á völl með hamar og meitil og byrjar að fjarlægja flugvöllinn Hann er víst með einhverja komplexa um að fá evrópskt borgarsamfélag þar sem allir labba í strætó í góða veðrinu. Sé það ekki fyrir mér hér í reykvískri veðráttu.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Innlits kvitt, og æðislegt að þú skulir hafa hitt B og h. þau eru svo yndisleg.
Linda, 15.10.2007 kl. 00:34
Gaman að fá þig Flower, vona að þú hafir komist heim heil á húfi.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.10.2007 kl. 09:52
Jú Haukur er komin heim heil á húfi hehe. Þetta var bara mjög gott flug og hin ágætasta flugferð nema að kaffið var ekkert sérstakt.
Flower, 15.10.2007 kl. 16:14
Vonandi verður þú einhvertímann í borginni þegar að lifandi Vatn er með hitting í KFUM&K það er svo gaman að hitta bloggvini og auðvitað alla þá sem kíkja
Guðrún Sæmundsdóttir, 18.10.2007 kl. 22:41
Ætli ég komi nokkuð meira suður á þessu ári Guðrún. En vissulega væri gaman að mæta á þetta hjá ykkur einhverntíman. Hugur minn er allavaega hjá ykkur
Flower, 19.10.2007 kl. 12:54
Hæ, Flower, ég hef alveg sömu tilfinningu. Þessi friðarsúla gerir ekkert fyrir friðinn, fólk fór strax að rífast yfir þessu. Yoko Ono hefur aldrei verið í neinu uppáhaldi hjá mér. En hvað um það.
Annars get ég alveg skynjað stemmninguna, sem liggur að baki skrifa þinna, þótt þú sért ekki meðvituð um það. En er alveg sammála. Hálf ömurlegt að búa hér á þessu kalda, blauta, landi og ég get varla beðið með að flytjast aftur til útlanda.
Annars tók ég eftir að þú hefur sett þessa færslu í Trúarbragðaflokk. Samt sé ég ekkert trúarlegt í færslunni. Nema ef vera skyldi Guð í Guðsteinn.
Vendetta, 21.10.2007 kl. 12:26
Sæll Vendetta. Ég er utan allra lista, stillti það þannig þegar ég var að skrá mig en setti samt meginflokkinn trúarbrögð. Þannig stendur á því. Finnst ágætt að vera svona utan lista.
Finnst lognrigning eins og var þarna fyrir viku ágæt og hressandi, en skil vel að fólk nenni ekki að labba í strætó fyrir sunnan þegar það er rok og rigning. Það mun aldrei verða miðjarðarhafsstemmning í Reykjavík þó að sveimhuganum Dag dreymi um það hehehe.
Flower, 21.10.2007 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.