21.10.2007 | 20:57
Nýja biblíuþýðingin
Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að ætla að skrifa um hana, en ég vil, þrátt fyrir að hafa bara heyrt um þetta í fjölmiðlum, aðeins tala um mína skoðun á svokölluðu máli beggja kynja í biblíunni.
Að breita orði Guðs eftir tíðarandanum og hinum pólitíska rétttrúnaði er ekki skynsamlegt þar sem það eru viðvaranir um að gera slíkt. Mér finnst rökvilla að taka bræður og breita í systkyni, þar sem það er vitað að Páll var að skrifa þessi bréf til vina sinna sem voru karlmenn og eðlilegt að hann skyldi ávarpa þá bræður. Ég reikna með að þeir hafi svo komið efni bréfana til sinna safnaða. Á máli beggja kynja meira að segja.
Svo hef ég heyrt, en veit ekki hvort það er tilfellið í þessari útgáfu, að kvennakirkjan hafi viljað breita sá í þau. Orðið sá vísar til einstaklingsins og ég get því samsamað mig með því en ég hef ekki hugmynd um hvort ég er hluti af þessum þeim. Allir sem lesa biblíuna sem orð Guðs eru ekki að láta hið karllæga mál setja sig útaf laginu heldur taka orðið til sín sem einstaklingar.
Nú er líka íslenskan með öllum sínum blæbrigðum og þar á meðal mikið af karlkynsorðum sem eru, þvert á það sem feministar halda fram, ekki til að kúga konur. Ég las einhverntíman áhugaverða grein eftir íslenskufræðing og konu sem var að gagnrýna þessa áráttu að breita karlkyni í hvorugkyn. Man ekki hvaða dæmi hún notaði en það var tilvísun til hóps og karlkynsorð. Það þarf aðeins heilbrigða skynsemi til að láta það ekki fara í taugarnar á sér að vera kona og vera ávörpuð með sá. Sá yðar sem syndlaus er og svo framvegis. Mér er spurn hvort hægt er að taka þetta tiltekna eintöluorð og setja í fleirtölu svo að það haldi merkingunni, sem tilvísun til einstaklings. Það er ekki skynsamlegt né auðvelt að ætla að breyta málfarsnotkun á þennan hátt þegar þessi karlkynsorðahefð er svona sterk.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
ég er alveg 100% sammála þér, þ.e.a.s þetta með karlkynsorðin fer ekkert í taugarnar á mér, en samt er ég að reyna að vera jákvæð fyrir nýju þýðingunni, ég held að í versta falli verði hún bara svona "barn síns tíma", og muni ekki ýta burt betri og nothæfari þýðingum heldur bara gefa fólki aðra sýn á textann. Svo má alltaf ræða hvort það sé þá rökrétt að eyða svona mörgum árum og milljónum í eitthvað sem er í raun ónothæft, en persónulega er ég að vona að þessi Biblía reynist nothæf. Ég er sérstaklega fegin því að ákveðnar apókrýfubækur verða þarna með.
halkatla, 22.10.2007 kl. 15:36
Sammála Flower, en það er hægt að skoða þessa nýju biblíu þýðingu á biblían.is
Ég get ekki betur séð en þetta sé ekki inní myndinni að kyngera alla hluti. Sem betur fer.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.10.2007 kl. 16:44
Kynleysið er kynjaskepna.. eins og kynin bæði. Mér finnst í þessu, sem svo mörgu öðru, að fólk sé að hengja sig um of í smáatriði. Inntakið og boðskapurinn má ekki drukkna í habít um eitthvað sem ekkert er. Það er hægt að analísera allt til dauða, en þá er hætt við að það gleymist sem máli skiptir. Knús í bæinn!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 28.10.2007 kl. 16:38
Þú ert Biblíu vinur Guð blessi þig fyrir það. Ég hef gegnum árin safnað Biblíum á ólíkum tungumálum allr eiga þær það sameiginlegt að hver bók innihleldur 66 rit/bækur. 39+27=66
Finnst þér það ekki merkiegt hversu nákvæmur Guð er,í Tjaldbúðinni sem var kirkja Israels í GT var ljósastika sem var gerð af 66 blómum. Ljósastikan var eina ljósið sem lýsti í innri tjaldbúðinni. Jesús sagði ég er Ljós heimsins,hann sagði líka ég er sannleikurinn...Í upphafi var Orðið og Orðið var Guð... svo ég vísi í fáein vers í NT.
Fyrir mér er mikilvægt að Biblían mín sé 66 bækur eins og Guð hafði áætlað í upphafi annað er tilbúningur og mannaverk. Ég á mjög erfitt með að sætta mig við nýja útgáfuna og kem ekki til með að nota hana í mínu starfi. Bókin er rúmlega 1700 síður með nýjum viðauka sem hefur ekkert með Guðs Orð að gera.
Sigurður Ægisson skrifar mjög athyglisverða grein í MBL. 4.nóv. sem fólk ætti að lesa og taka til umhugsunar.
Guð blessi þig margfalt.
Helena Leifsdóttir, 4.11.2007 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.