7.11.2007 | 14:48
Bloggleti
Það hefur verið bloggleti hjá mér undanfarið bara af þeirri ástæðu að ég hef ekkert fundið gáfulegt til að blogga um. Ég hef verið þokkalega dugleg að kommenta hjá bloggvinum samt. Ég er ekki mikill aðdáandi þess að blogga bara til að blogga heldur vil ég hafa eitthvað að segja.
Það er ekki laust við að það sé kominn jólahugur í mann, allavega hlakka ég til að fara að spila jólalögin. Annars er þetta fáránlegt að byrja að auglýsa svona snemma og byrja að skreyta. Ég held að þeir í IKEA og Húsasmiðjunni séu farnir að syngja meiri jól, meiri jól, meiri jól. Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Ég hlakka líka til að skrifa um jólin og hugsa mér gott til glóðarinnar, en það er eiginlega of snemmt líka Allt hefur sinn tíma eins og sagt er.
Sennilega mun ég halda áfram í bloggletinni nema mér detti eitthvað gott í hug. En ég mun halda áfram að kommenta hjá ykkur ágætu bloggvinum.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
iss þú segir alltaf eitthvað gáfulegt - og í versta falli er blogg ekki hannað til þess að vera gáfulegt, heldur bara svo að misgáfað fólk geti tjáð sig og fengið útrás fyrir áleitnar hugsanir
en jamms, eftir dágóða bloggtörn ætla ég líka að reyna að geyma bloggið aðeins, það er eitthvað svo mikið álag sem fylgir þessu
halkatla, 7.11.2007 kl. 14:59
Já þú segir nokkuð Anna. Það er misgáfulegt fólk að blogga. En ég vil bara senda frá mér sem ég er ánægð með og finnst vit í Myndi ekki halda út að blogga daglega. En það er gaman að þessu í hófi hehehe.
Flower, 7.11.2007 kl. 18:04
Innlitskvitt, skil þig vel, maður fer í gegn um svona blogg enui sem veldur því að ekkert er athyglisvert í heiminum nema tærnar á manni sjálfum, tíhí (segi bara svona) mínar tosies þurfa t.d. naglalakk (dæs, blogg enui)
Guð blessi þig og varðveiti.
Linda, 8.11.2007 kl. 01:38
Ekki hef ég nokkurn áhuga á nagalakki, nema kannski til þess að merkja lyklanna mína! Annars er búið að vera svo bilað að gera að ég hef ekki haft tíma til þess að hugsa um jóla e-ð ... en það kemur að því.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.11.2007 kl. 22:59
Nei þú segir ekki Haukur Ekki einu sinni á táneglurnar?
Flower, 9.11.2007 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.