9.11.2007 | 13:47
Mjáá
Ég er kötturinn hennar Flower og ég ákvað þegar ég vaknaði til fá mér að éta, að stelast í tölvuna til að láta vita að ég væri til af því ég frétti að gæludýr væru farin að blogga. Ég ætla lika að vera nafnlaus þó að ég geti ekki kommentað á síðuna hans Jóns Vals fyrir vikið. Minn dagur er þannig að þegar ég er ekki sofandi einhversstaðar þá er ég að vesenast og elska leikinn út og inn, sníkja mat er líka skemmtilegur. Þá er það eiginlega upptalið. Nú er ég farinn að geispa og langar að fara að sofa en ætla fyrst að fá mér matarbita. Svo gæti ég þegið smá klapp frá Flower, það er magnað hvað maður kemst langt á persónutöfrunum Mjáá
Þegar ég las grein á vísi um gæludýr sem blogga fannst mér það met þannig að ég ákvað að prófa. Þetta er dagur kattarins míns í hnotskurn og það yrði ekki spennandi aflestrar blogg sem hann væri með :)
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Uppáhaldsteikniserían mín með dýrum er sú í Fréttablaðinu, þessi með kettinum og hundinum. Kötturinn er bæði latur og sjálfselskur (og fávitur) og það er það sem gerir hann áhugaverðan. Er þinn köttur þannig? Hundurinn er ekki eins siðblindur og kötturinn.
Eina sem ég er ósáttur við er nafnið á seríunni, "kjölturakkar". Það ættu allir að vita að köttur er ekki rakki.
Vendetta, 10.11.2007 kl. 19:28
Kisinn minn er dálítið latur já og hann heldur að heimurinn snúist um hann og hans dutlunga hehe. En hann er oft mjög góður líka og kann alveg að beita persónutöfrunum hehe.
Hundar eru meira undirgefnir og húsbóndahollir, en ég er meiri kattarmanneskja en hunda. Annars eltir kisinn minn mig þegar ég fer út að labba hehe, og minnir oft meira á hund
Flower, 10.11.2007 kl. 23:02
þetta var sætasta grein í heimi: loppur á lyklaborðinu
Kassí kisan mín biður að heilsa þér kisinn hennar Flower, en hún er of löt núna til þess að tjá sig og því bað hún mig um að skrifa fyrir sig:
ef hennar virðulega hátigna Kassandra (a.k.a Kassíus, Kassímunda) myndi blogga yrði það algjört anarkistablogg sem gæti t.d fjallað um erfiðleikana við að drösla mér frammúr rúminu klukkan 6 á morgnana svo að hún geti komist út, farið í slippinn eða fjöruna, og komið svo heim angandi af vélum og bílum svoleiðis að mamma hennar er með hjartað í buxunum! Núna er snjór og þá nennir fína frúin ekki út, auk þess er bara svo fínt að vera inni þegar maður er kasóléttur
Við sendum ykkur bestu kveðjur
halkatla, 10.11.2007 kl. 23:13
Snúður hérna, ég er fress, ég er svartur og hvítur, 8 ára gamall, á það til að sína óánægju mína með því að hrinda hlutum af borðum, sérstaklega ef húsráðandinn og eigandi minn er ekki nægilega fljót að opna glugga þegar ég vil fara út. Annars telur móðir mín að ég sé bara krútt og vel gáfaður, hún ætti að sjá hvað ég er mikið krútt þegar ég hitti mús en það er víst ekki til umræðu hér og nú. Mjá og mal til þín blóma köttur.
Linda, 11.11.2007 kl. 17:13
Hehehe Linda. Þekki stökkmús sem heitir Snúður Ég hef greinilega verið að starta nýju trendi hérna Kettir eru stórkostlegar skepnur og hafa það fram yfir kýr að það er hægt að hafa þá uppí. Ég ólst sko upp með kúm og þær eru snillingar
Flower, 11.11.2007 kl. 18:50
Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.11.2007 kl. 18:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.