12.11.2007 | 23:53
Ted Haggart
Ég var að horfa á þátt á Stöð 2 í gærkvöldi sem heitir Friends of God. Og komst að því að það er hægt að fara í biblíulegan skemmtigarð, kristilegan glímuklúbb, kristilegan hjólabrettaklúbb og bílaklúbba. Just name it. Bandaríkin eru stundum dálítið klikkað land.
Svo var mikið talað við Ted Haggart og þá varð mér talsvert umhugsunarefni hans háa fall. Hann kemur fram sem hinn fullkomni trúaði predikari en gerir svo þveröfugt við það sem hann boðar, það er ekkert annað en hræsni að sjálfsögðu. Hvað liggur að baki slíkri hegðun? Var það sjálfsblekking, hroki eða græðgi. Eða lítið eitt af hverju. Því er náttúrulega erfitt að svara. En það er alveg ljóst að hann brást hrapalega öllu því fólki sem treysti honum, svona ætti ekki að eiga sér stað hjá predikurum, í hinum fullkomna heimi þ.e.a.s.
Í okkar ófullkomna heimi er allskonar ófullkomið fólk. Gagnrýni á Ted Haggart á rétt á sér. En margir gleyma því að fleiri en hann og aðrir svokallaðir kristnir ljúga og eru óheiðarlegir og gráðugir. Hvað með þá stjórnmálamenn sem gerast hórur fyrir atkvæði ákveðna hópa? Þetta fór ég líka að hugsa um og komst að því að þeir hljóta að vera æði margir. Ég sé fyrir mér stjórnmálamann sem sýnir málefni samkynhneygðra talsverða samúð en er svo rakinn hommahatari inn við beinið, þannig stykki hlýtur að vera til. Pólitískar hórur af því tagi hafa alltaf verið til og margir komist upp með það án þess neinn vissi. Mannkyn á þetta vandamál sameiginlegt að vera breyskt og þá er sama hvaða hóp, eða trú það tilheyrir eða telur sig tilheyra.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Rosalega kannast ég við nafni Ted Haggart, hmmm, fólk gleymir því oftast að prestar og predikarar eru fólk eins og það sjálft, og er er jafn ófullkomið og næsti maður, svo það er kannski óréttlátt að dæma presta og predikara með einhverju hærri staðli en þá sem hafa líf okkar í hönum sér, þar að segja ríkistjórnina og lækna svo dæmi séu tekin. Trúarlegt ofbeldi, níð eða græðgi á aldrei rétt á sér, ekki frekar en að slíkt eigi rétt á sér í pólitík. Þakka þér fyrir þessa pælingu hún er frábær.
Knús
Linda, 13.11.2007 kl. 11:17
Hann var predikari sem predikaði sterkt gegn samkynhneygð en var svo staðinn að slíku sjálfur ásamt spíttneyslu. Hann er búinn að fara í einhverja meðferð núna og vonandi hefur það haft einhvern árangur hjá honum. En það er samt staðreynd að hann brást þeim sem treystu honum.
Það er ekki á allra færi að predika því að það fólk verður að vera komið yfir ákveðinn þröskuld reynslu og þroska, verður að vera búið að læra á eigin skinni það sem predikað er um. Þegar ég fór að skrifa á netið var ég búin að læra sjálf sumt af því sem ég skrifa um, það er ómetanleg hjálp.
Flower, 13.11.2007 kl. 11:59
Ted Haggard er ógeð
en ég vildi bara segja þér að ég var að lesa bókakynninguna, og sprakk úr hlátri í vinnunni - þú ert með æðislegt ímyndunarafl og þetta var alveg snilldarlega vel orðað
halkatla, 13.11.2007 kl. 17:02
ég var að lesa greinina fyrst núna, ég er sammála þér að þessi stöðuga gagnrýni á presta sem gera mistök verður bara hlægileg þegar maður fer að spá í að þetta finnst í öllum hópum, fjármálafólk, pólitíkusar, kennarar, allir hópar hrapa af stöllum það er bara misjafnt hversu háir þeir eru, stallurinn hans Teds var mjög hár (en ég skil það ekki því ég hefði strax getað bent á þennan mann og sagt: hey þessi gaur er eitthvað krípí) annars var líka einn kaþólskur prestur að lenda í löggunni um daginn, íklæddur kvenmannsnærklæðum í húsasundi í frekar slæmu hverfi (langt frá Betlehembarnaskólanum sem hann stjórnaði) og var hann þar staddur sennilega í mjög vafasömum erindum.... en hann segist bara hafa verið að undirbúa sig fyrir hrekkjavökuna...
halkatla, 13.11.2007 kl. 21:09
Sæl vertu Blóm.
Ég hef farið í Holy land í Orlando tvisvar, fannst það alveg frábært, þetta er ekki bara skemmtun heldur líka fræðsla og boðun. Varðandi Ted Haggard þá er hann einfaldlega ekki frábrugðin öðrum mönnum, dregin af sinni eigin girnd, þar til girndin fæddi af sér synd. Það er ekkert jafn sorglegt og þegar Guðs þjónar falla í synd. Hins vegar ættum við að varast að dæma þá sem hafa gert iðrun og fengið fyrirgefnigu Guðs. 'Eg trúi að hann hafi iðrast í einlægni og mér er reyndar kunnugt um að hann flutti til Arisona og er þar undir handleiðslu góðra manna . Guð blessi þig svo blóm.
Kristinn Ásgrímsson, 14.11.2007 kl. 18:57
Takk fyrir þetta Kristinn. Ég var nú bara að hugleiða þetta svona almennt en ekki dæma hann, ég vona sannarlega að hann hafi fundið Guð á ný og náð að losa sig við þetta ógeð sem hann var fastur í. Það er bara vanalega þannig að þeir sem eru í þessum sporum reyna að réttlæta það fyrir sér á einhvern máta. Og eins og ég sagði er þetta sameiginlegur breyskleiki mannkyns og eina vörnin er Drottinn. Og Guð blessi þig líka.
Flower, 14.11.2007 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.