22.11.2007 | 13:01
Raus um kaffi
Í gær varð ég ástfangin Ég fór í Te og Kaffi og ákvað að prófa blöndu húsins, og fékk þarna æðislega gott kaffi. Þarna er ég komin lengra á braut gæðakaffis og er að uppgvöta hvað gott kaffi er gott. ( Það er smá samhljómur í þessu og trúnni þar sem trúin verður smán saman að lífstíl ). Ég er reyndar líka hrifin af tei og finnst bæði gaman og gott að hella mér upp á alvöru te þó að ég láti yfirleitt Pickwick pokate duga hehe. Synd að ég sé aldrei jólateið frá þeim núorðið.
Koffein er eina ávanabindandi efnið sem ég neyti Guði sé lof, og ég drekk ekki mikið kaffi heldur. En dagurinn er litlausari ef ég fæ ekki minn daglega kaffibolla samt, góður kaffibolli getur bjargað deginum. Ég keypti mér líka sælkerakaffið frá Rúbín, jóla. Það var reglulega eftirminnanlegur einn dagurinn í nóvember í fyrra þegar ég drakk góðan jólakaffibolla og hlóð niður langþráðum jólalögum af tónlist.is, sem ég keypti svo að það sé á hreinu. Svona andartök gera jólin og aðdraganda þeirra svo sérstök, það eru smáu hlutirnir sem maður man, t.d hvað það er gott að kúra í bólinu á jóladagsmorgun með kaffi og góða bók.
Þarna tókst mér að sameina umfjöllun um jól, trúmál og kaffi og ekki endilega í þessari röð Er þetta orðið sannkallað raus um kaffi og bara raus yfirleitt andvarp
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:08 | Facebook
Athugasemdir
Þú þarft ekkert að skammast þín, Flower. Alltaf gott að fá sér nokkra góða kaffibolla yfir daginn, og bráðnauðsynlegt fyrir harmóníuna. Annars viðurkenni ég að ég drekk aðallega duftkaffi, sem getur líka verið ágætt og inniheldur minna af aukaefnum.
Og svo bjórglas að kvöldi til. Ískaldan, freyðandi, alvöru bjór (ekki Egils) meðan maður horfir á góða bíómynd heima í stofunni með allri fjölskyldunni. Lífið gerist ekki betra.
Vendetta, 25.11.2007 kl. 18:59
Hvernig færðu út að ég skammist mín Vendetta? Ef ég gerði það hefði ég aldrei skrifað þetta hehehe. Ég er einfaldlega að lísa ánægju minni á að vera orðin svona fagurkeri í kaffinu og smakka eitthvað annað en Merrild við og við, þó að það sé mjög gott.
Flower, 25.11.2007 kl. 23:14
Ég elska kaffi & svo er það líka hollt :)
DoctorE (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.