24.11.2007 | 17:04
Breytingar heimsins
Það vaknaði hugmynd að bloggi í dag þegar ég átti samtal um Extreme Makeover þættina. Þetta eru virkilega sorglegir þættir að flestu leiti nema því að þarna gefst fólki tækifæri, kannski í fyrsta sinn á ævinni, til að láta lagfæra fæðingagalla og lýti eftir slys.En það lætur ekki þar við sitja því miður, það er farið í að breyta öllu og mér hefur sýnst að fólk endi uppi sem fjöldaframleidd vara í lokin.
Allir eru steyptir í sama mót, lýtalæknarnir setja eins kinnbein og hökur á alla og tannlæknar setja sömu ónáttúrulegu ofurhvítu tennurnar í alla. Sem er fáránlegt því að fólk missir persónueinkenni sín. Og ég efast um að þátttakendurnir verði eitthvað betri manneskjur eða líði betur við þetta brölt sitt. Það er nefnilega hið innra sem skiptir máli í því sambandi.
Þetta leiddi hugann að hvað nútíminn er firrtur. Það er fjöldi fólks þarna úti sem miðar sitt líf við hvað heitasta fræga fólkið er að gera. Sem er ekkert aðdáunarvert í flestum tilvikum nema síður sé. Þættir eins og Extreme Makeover spruttu upp á tímabili og allir enda á að líta eins út og þátttakendurnir á undan.
Svo er hinn pólitíski rétttrúnaður sem er að steypa öllum í sama mót hugarfarslega séð. Og það hefur áhrif á fleiri en þátttakendur makeover þáttana eru, og er talsvert alvarlegra. Hvernig yrði heimur þar sem allir hugsa eins og hafa eins skoðanir, og líta jafnvel eins út.
Ég myndi ekki vilja sjá þann heim en samt er sá heimur farinn að verða að veruleika. Nú verður bara spurningin hvaða skoðanir verða ofan á og hverjir velja þær og í hvaða tilgangi. Það eru sannarlega þungar undiröldur sem eru að bylta sér menningarlega og stjórnmálalega séð.
Bíblían spáir þessu og endi dagana. Merkileg tilviljun hvað margt í biblíunni passar við núverndi ástand heimsins og er nýtilkomið. Loftslagsbreytingar er vandamál sem þekktist ekki þegar heimsendi var spáð í lok 19 aldar t.d, en er raunveruleiki í dag. Og þá voru ekki búnar tvær heimsstyrjaldir heldur, og það styrjaldir sem breyttu alveg hvernig stríð eru háð. Þróunin í hergagnaframleiðslu hefur aðeins verið á uppleið síðan.
Það er af nægu að taka þegar skoða á slæmar breytingar í heiminum í dag, listinn er ótæmandi.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:10 | Facebook
Athugasemdir
Sæl, já maður sér ExM og maður verður eiginlega bara deprimeraður en ekkert kemur á óvart lengur, eins og þú bentir réttilega á þá er þetta tímans tákn og ritningin er óskeikul.
Linda, 29.11.2007 kl. 09:47
Já, mikið rétt. Veldur mér verulegum áhyggjum líka. Ég held að allt þetta sjónvarpsgláp hafi þessi áhrif. Fólk verður svo veruleikafirrt.
Eins má við þetta bæta, að ef börn eru ekki steypt í sama mótið þarf að setja einhvern stimpil á þau, eins og t.d. ofvirkur eða með athyglisbrest. Bara ef þau passa ekki inn í kröfur umhverfis sem sniðið er fyrir eina týpuna eða manngerðina, sem nær að halda óskiptri einbeitingu og athygli undir fyrirlestri kennara í hávaðasömu og truflandi umhverfi, á meðan hinir fáu eiga erfitt með það sama.
Þetta fólk sem fær alla stimplana á sig i dag, eru snillingar fortíðarinnar, rithöfundar, listamenn og uppfinningarmenn. Ef það á að reyna að eyða út þessum eiginleikum. Verður þá heimurinn ekki fátækari?
Kærleiks kveðja. Skemmtileg lesning eins og alltaf.
Bryndís Böðvarsdóttir, 30.11.2007 kl. 22:22
sammála ykkur, nútíminn er trunta og maður er bara pínulítið hræddur við firringuna
halkatla, 5.12.2007 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.