Maðurinn og kraftar Guðs

Ég var að lesa gamla dagbókarfærslu hjá mér og þar voru hugleiðingar um hugtakið "að syndga upp á náðina". Það er aðeins vit í því upp að vissu marki og þröngu sjónarhorni. Þegar við öðlumst lifandi trú á Guð ( frelsumst ) förum við undir náð Krists. Þetta hugtak að syndga upp á náðina felur smá í sér að það að syndga sé nóg til að falla úr náðinni, en hversu mikið? Mig grunar að til séu þeir trúaðir sem taka þetta hugtak of alvarlega og setji sér þau markmið að syndga alls ekki, það fólk er auðvitað að berjast við vindmyllur því að það hefur aðeins einn syndlaus maður gengið hér á jörð og það er Jesús. Það þarf að syndga alvarlega trekk í trekk og með vilja til að falla úr náð, smá hrösun eins og við öll upplifum megnar það ekki.

Hverslags Guð væri það sem setti fólk út í kuldann starx við fyrstu synd? Að setja sér það markmið að reyna að syndga ekki er verkefni allra trúðara. En það verður að vera raunhæft og því fyrr sem trúaðir skilja að það hrasar stundum, því auðveldara á það með að læra að forðast það. Þegar við hrösum og iðrumst þess hjálpar Guð okkur aftur á fætur. Það slæðast inn í líf okkar hlutir sem Guð er ekki sáttur við, yfirleitt áður en trúin nær föstum rótum. Og þessir hlutir vilja líka ná föstum rótum. Það fer eftir því hvers eðlis þeir eru hversu sársaukafullt er að fjarlægja þá úr lífi okkar. Nú hef ég aðeins eigin reynslu til að miða við, en sú tilfinnig að finna reiði Drottins er sú óþægilegasta sem ég hef upplifað, en einnig sú hollasta. 

Ég trúi einlæglega að það sem ég upplifi sé Guð. Og hvernig Guð er hann, jú hann er alveg eins og sá sem ég les um í biblíunni. Það er ekki fyrr en maður upplifir hann í eigin lífi að maður skilur að hann er ekki refsiglaður eins og mætti ætla stundum. Þegar ég fann reiði hans fann ég líka sársauka hans yfir að þurfa að opinbera mér reiðina. Hvað er betra til að fá fólk til að iðrast en það. Guð setur okkur mörk og eðli mannsins er þannig að við förum út fyrir þau, en af því að Guð elskar okkur vill hann halda okkur innan þessara marka. Hann tekur sér það vald aðeins yfir þeim sem gefa honum líf sitt. Það er líka kærleikur sem veldur því að hann grípur ekki inn í hjá þeim sem eru ekki undir hans náð. Þó að Guð sé strangur er hann samt kærleikur og fyrirgefning og yfirleitt er það ofan á.

Þetta er einfaldlega ævilangur lærdómur og Guð tekur sér góðan tíma til að umbreita persónu þannig að hún þoli þessa krafta sem bifast þegar Guð starfar. Ef Guð ætlaði að rífa allt  burtu í einu átaki og kenna allt í einu myndi fólk tætast í sundur andlega, slíkur er krafturinn. Til að við séum fær um að finna fyrir þessum kröftum umbreitir Guð andanum og endurfæðir hann. Það geta allir eignast þessa von í Kristi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

þetta er virkilega góð hugleiðing, takk fyrir mig.

halkatla, 5.12.2007 kl. 10:47

2 Smámynd: Linda

Gleðileg jól skvísa. !! er komin í frí frá mínu bloggi í bili. 

Linda, 6.12.2007 kl. 15:34

3 Smámynd: Flower

Gleðileg jól Linda og hafðu það gott í bloggfríinu. Og takk fyrir það Anna og verði þér að góðu

Flower, 6.12.2007 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband