12.12.2007 | 00:06
Jólin
Jæja best að blogga loksins eitthvað um jólin sem nálgast nú óðfluga. Ég sem hlakkaði svo til þess en svo hefur ekki orðið neitt úr neinu hehe. Það hjálpaði nú ekki upp á jólaskapið að fá pest og verða lasin og aum En það er sem betur fer búið að jafna sig og jólaskapið farið að skríða í hús á ný.
Svona á milli þess þegar ég reyni að gera eitthvað af viti er ég að lesa Hringadróttinssögu og er hún í samkepni við annað sem mig langar að gera mér til ánægju eins og að glamra jólalög á hljómborð, lita jólamynd og hlusta á jólalög. Ég gæti gert eitthvað af því reyndar í stað þess að hanga í tölvunni, en skellti jólatónlist á í þessum skrifuðu orðum. Talandi um jólatónlist, ég á jóladisk með Clay Aiken úr American Idol og þvílíka rödd sem maðurinn hefur. Það er nú eitthvað annað að heyra hann syngja Ó helga nótt heldur en okkar söngvara eins og Siggu Beinteins og Björgvin þó að þau hafi raddir til síns brúks. En Jusse Björling eða hvernig sem það er skrifað toppar nú alla í flutningi á þeim sálm.
Ég hlít að teljast mikið jólabarn eiginlega. En það breytist eins og flest þegar komið er á fullorðinsár, þetta getur aldrei orðið eins og þetta var í gamladaga. En þetta er gaman samt sem áður. Þegar ég var krakki sást varla sería í gluggum fyrsta des og allt hófst mikið seinna, kannski eins gott því að ég hefði orðið sturluð Þegar ég hlusta á Skreytum hús með greinum grænum hellist þetta rómaða jólaskap yfir mig. Hvað ætli þetta sé eiginlega sem gerir þetta, hvaðan kemur þessi tilfinning? Er þetta sprottið úr hefðum og ánægjulegum bernskujólum eða eitthvað sem einfaldlega fylgir þessum árstíma öllum? Eða er þetta gjöf frá Guði að gefa okkur þennan tíma til að gleðjast?
Neyslukapphlaupið er náttúrulega búið að eyðileggja fyrir mörgum þessa einföldu ánægju sem hægt er að fá alveg ókeypis bara með að gera svona einfalda hluti. Sem er synd því að sönn ánægja verður aldrei keypt og alvöru jólaskap verður að koma innan frá. Ég hlýt að teljast blessuð að fá þó að fullorðin sé að upplifa jólin ennþá eins og barn og fá svona mikla gleði af svo einföldum hlutum. Ef fleiri fyndu þann sannleik og losuðu sig úr þessu neyslubrjálæði myndu þeir eiga gleðilegri jól og skemmtilegan desember.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
takk fyrir skemmtilegan pistil
halkatla, 12.12.2007 kl. 18:40
Hæ vildi bara óska þér gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
knús.
Linda, 16.12.2007 kl. 01:48
Gleðileg jól dúlla !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.12.2007 kl. 18:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.