7.2.2008 | 12:47
Frumkirkjan miðað við nútímann
Frumkirkjan var merkileg að öllu leiti. Það var samfélag fólks sem tók sig upp og gaf allt sitt til hennar og deildu með sér. Sumir af því að þeir vildu tilheyra Jesú og aðrir vegna þess að þeir fengu þar skjól og vernd fyrir ofsóknum vegna trúar sinnar. Ég sé ekki fyrir mér að nútímafólk gæti fært þær fórnir sem þeir sem gengu í frumkirkjuna færðu.
Í dag eru kirkjur byggingar, það er ekki kirkja nema það sé líka einhver bygging. Þær láta mismikið yfir sér en virðast samt vera nauðsynlegar. Kirkjan er auðvitað fólkið sem sækir kirkjuna og það gæti allt eins hist í tjaldi og spilað á kassagítar undir, það væri jafn mikil kirkja fyrir það svo fremi sem allir væru samhuga í Kristi.
Á þeim dögum var líka auðveldara að forðast það fyrirbæri sem kallast í Biblíunni heimurinn. Það er hins vegar erfitt í dag þar sem hann er allt í kringum okkur og við ölumst upp við sjónvarp og útvarp og er kenndur hann í skólum. Eina leiðin er að flytja upp á heiðar í kofa eða eitthvað slíkt. Mannkyn hefur aldrei verið bundnara eða ófrjálsara, allavega hér á vesturlöndum.
Það var að klárast svo fróðleg heimildarþáttaröð á Rúv um frumbyggja sem heimsóttu Bretland og höfðu margt um nútímann okkar að segja og ekki allt jákvætt. Þeir eru ekki svo frumstæðir þannig lagað en lifa samt á náttúrunni og því sem hún gefur og lifa mjög einföldu lífi.
Öll þessi nútímatækni léttir okkur vissulega lífið, en er samt sem áður bundin við rafmagn. Æ meira glatast af þeirri kunnáttu að geta bjargað sér án þess. Vesturlandabúar hafa aldrei verið ofurseldari náttúruöflunum. Það er kannski tímana tákn um það sem koma skal.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Góð hugleiðing hjá þér, ég man að ég las eitt sinn bók, minnir að hún hafi heitið kristnir píslarvottar. Þar var lýst talsvert öðruvísi kristindómi heldur en við á vesturlöndum þekkjum. En hins vegar er fólk ennþá í fangelsi fyrir trú sína, margir í Kína, N- Kóreu, Kúbu og mörgum fleiri löndum.
Kristinn Ásgrímsson, 9.2.2008 kl. 09:34
Vel skrifað blóm! Það er búið að flækja trúna alltof mikið, og pakka henni inní dýrar umbúðir, það er stærsti fjársjóður hvers einstaklings að öðlast trúna á Jesú svo að við sem höfum hann erum hinir raunverulegu milljarðamæringar
Guðrún Sæmundsdóttir, 10.2.2008 kl. 22:24
Örugglega mjög mikilvæg pæling sem þú snertir þarna við. En líka til samanburðar þá hafði frumkirkjan kraft sem við fáum bara lesið um - aldrei upplifað í 1. persónu. Einhverntíman hentum við fjölskyldan út sjónvarpinu og þá heyrðust háværustu glósurnar frá ... einmitt kristnum. Ég held við getum umskorið augu okkar fyrir augnfíknunum og haldið hjörtum okkar hreinum - því ÞAÐ er það sem máli skiptir - hreinum fyrir brúðgumann, HANN.
Ragnar Kristján Gestsson, 21.2.2008 kl. 07:46
Og líka: Kristur sagði aldrei að þetta yrði dans á rósum. En HANN sagðist myndi koma okkur þar í gegn ef við treystum HONUM.
Ragnar Kristján Gestsson, 21.2.2008 kl. 07:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.