Hugrekki í Drottni

Ég var að lesa bloggið hennar Lindu og það gaf mér hugmynd af þessari færslu þegar ég var annars andlaus.

Hún var að tala um hugrekki. Það er eitthvað sem ég á ekkert endilega mjög mikið af alltaf og ef það gerist þá er það Guð sem ýtir mér áfram. Í hans hendur geta allir falið sig óttalaust og hann mun finna réttu lausnina. Eða öllu heldur hann veit alltaf réttu lausnina en stundum þarf hann að fara krókaleiðir að henni af því að okkar frjálsi vilji grípur inn í. Að taka á honum stóra sínum og bíta á jaxlinn sagði ég í kommenti hjá Lindu, stundum getur maður ekkert annað gert. Maður tórir einhvernvegin og stundum hef ég bara liðið í gegnum daginn og verið alveg sama um allt. Tíminn stoppar ekkert og hann einfaldlega dregur mann í gegnum í erfiða daga. Það þarf ekkert annað að gera nema þrauka og svo léttir til aftur á endanum.

Ég veit ekki af hverju ég er að gefa innsýn í þetta sem ég vil kalla þunglyndisraus því að ég er ekkert þunglynd í skilningi þess orðs. En allir upplifa erfiða tíma og ég er engin undantekning frá því. Guð telur ekki sitt hlutverk að gera okkur lífið dans á rósum og vill alls ekki sleppa því tækifæri sem það gefur honum til að reyna okkur. En hann styður við bakið á manni í því og það er miklu meira virði en að eiga áreynslulaust líf án Guðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flower

Já Grýla mín, þú ert meira en velkomin og sértu leitandi og sé Guð að leita að þér munuð þið finnast á endanum. 

Ég kalla þig bara Grýlu því að móðir í hjáverkum er full langt sem ávarp Guð blessi þig.

Flower, 8.3.2008 kl. 15:03

2 Smámynd: Linda

Sæl Flower - frábær færsla hjá þér í raun í beinu framhaldi af minni og mér þykir það flott.  Ég skil svo vel hvað þú átt við hér og í dag ákvað ég að gera hlut sem ég hef ekki gert í langan tíma og það var svo vel þess virði.

Knús og Guð blessi þig vina

Linda, 8.3.2008 kl. 22:33

3 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Ég sjálfur eins og við öll á erfiða tíma og hef þá fátt annað að hanga í en þa sem er gegnumgangandi í gegnum alla Biblíuna.  Þar segir Guð: verðið sterk í MÉR, í krafti MÍNS máttar (Efe 6.10) og náð mín nægir þér því að minn máttur fullkomnast í þínum veikleika.  Þegar þú ert veik er ég sterkur (2Kor 12.9-10).  Ég bið ekki um áreynslulaust líf en ég verð að hafa Guð.  Þakka þér blóm á akri Drottins

Ragnar Kristján Gestsson, 10.3.2008 kl. 21:50

4 Smámynd: Flower

Ég þakka þér fyrir þetta Ragnar. Þetta er sterk athugasemd hjá þér.

Flower, 11.3.2008 kl. 12:02

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Amen!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.3.2008 kl. 10:19

6 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Tek undur þetta að allir eiga sínar erfiðu stundir... Dæs! En með Guði verða þær léttari. Yfirleitt kemur þetta yfir mann þegar maður hefur kannski fjarlægst trúna aðeins, allavega á persónulegu nótunum. Maður getur verið endalaust að ræða um hana og fjalla um hana fræðilega, en það gerir mann ekki svo trúaðan, heldur þessi nánd við guðdóminn. Þetta er allavega mín reynsla.

Bryndís Böðvarsdóttir, 18.3.2008 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband