5.5.2008 | 15:41
Vorið góða grænt og hlýtt
Ég er byrjuð að lesa Dean Koontz og klæjar í fingurna að blogga um hann en ætla ekki að gera það fyrr en ég er búin með þær tvær sem ég held mest upp á. Er núna að lesa Drekatár og ætla næst í Fylgsnið. Er búin að hlakka til að blogga um þetta efni en hef setið á mér þangað til að ég væri búin að lesa þær.
Það er sannarlega sumar í lofti. Það er yndislegt að heyra í fuglunum og núna er byrjað að grænka og þessi himneski gróðurangan kominn í loftið, enda búið að rigna og er sól núna. Er að hugsa um að fara út með kaffið og borða þar. Það er gaman að geta borðað úti aftur. Er vorið ekki yndislegt
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
umm Dean Koontz er snillingur, ertu búin að lesa Háspennu? það er nýjasta bókin eftir hann á íslensku. Veistu, ég elska líka þennan fuglasöng, ég hlusta á hann á nóttunni og er bara alsæl - óska þér góðrar skemmtunar útí blíðunni
halkatla, 5.5.2008 kl. 15:49
Nei hef ekki lesið hana og það er langt síðan ég las bækurnar um Snow, man ekki hvað þær heita. Mér finnst þessar tvær bestar. Tikk takk
Flower, 5.5.2008 kl. 16:59
Yndislegt að heyra í fuglunum
Guðrún Sæmundsdóttir, 6.5.2008 kl. 08:39
Hæ Blómið mitt og takk fyrir innlitið, það fór svo lítið fyrir þér að ég var bara að sjá kommentið þitt rétt áðan hehe alger ugla hérna megin. En rosalega áttu gott að eiga eftir að lesa Fylgsnið, það er mín uppáhaldsbók ásamt hundrað ára einsemd.
Knús fagra blóm
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 6.5.2008 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.