Drekatár

Er núna búin með Drekatár og ákvað að skrifa um hana og svo næst um Fylgsnið. Dean Koontz er merkilegur höfundur að mörgu leiti og hefur mjög skarpa sýn á eðli mannkyns og er ekkert að fegra það. Hann hefur greinilega mikinn áhuga á trúmálum og andlegum efnum þó að ég viti ekki alveg hvar ég á að staðsetja hann. En hann er nógu vel að sér til að gera góðar bækur um þetta, þó að þær standist kannski ekki ströngustu kröfur. Pælingar hans eru góðar og mjög líkar mínum og þess vegna líkar mér hann svona vel.

Drekatár fjallar um mjög fjarstæðukennda yfirnáttúrulega hæfileika hjá mjög trufluðum ungum manni. Hann telur sig eiga að taka við af Guði sem stóð sig ekki nógu vel við sköpunina. Spegilmynd af rökum hans um Guð heyrast víða og ganga út á að Guð sé misheppnaður. En hann nálgast þetta samt öðruvísi þar sem hann virðist trúa að það sé eitthvað þarna. Það kemur ekki fram hvort hann reiknar með uppgjöri við þann sem á undan kom, þó að hann sé uppfullur af áhætlunum hvernig hann ætlar að slátra og meiða fólk á sem blóðugastan hátt. Þessir hæfileikar hans eiga sér enga fyrirmynd heldur er bara skálskapur, hann getur kveikt í fólki og ýmislegt annað, en ég vil ekki telja það allt upp ef einhverjir vildu lesa bókina.

Svo eru það allar þessar litlu pælingar út alla bókina sem eru áhugaverðar. Eins og um Freud og hvernig hann kom þeirri hugsun í samfélagið að geðheilsan væri svo brothætt. Og hryllinginn sem kemst í fréttir daglega. Það eru vægast sagt óhugguleg mál sem gerðust sem hann er að telja upp við og við. Ég ætlaði svo sem aldrei að fara nákvæmlega í söguþráðinn þannig að það er kannski ekki mikið um þetta að segja án þess að spoilera um of fyrir þá sem eiga eftir að lesa bókina. Fylgsnið er hins vegar meira í átt að minni trú og ég ætla að taka hana fyrir næst. Þar skortir ekki trúarlegar hugmyndir sem ég finn mig mjög í. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

hann er frábær, á Fylgsnið sem er æði hef lesið margt eftir hann í 20 ár.  'I mörgum af hans eldri bókum skrifar hann aðallega söguþráðinn sinn þar sem ég bjó eða í Orange county CA sem mér þótti (þá) rosalega gaman, því ég þekkti umhverfið fram og til baka.

Góða skemmtun.

knús

Linda, 8.5.2008 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband