11.5.2008 | 14:07
Fylgsnið
Til að byrja með þá óska ég ykkur gleðilegrar hátíðar, þessi hátíð er svo sannarlega kristin.
Ég er búin með Fylgsnið og er full af hugleiðingum um hana. Ég ætla að spoilera meira en síðast. Þessi bók er eins og Drekatár um mjög truflaðan ungan mann en hann er mun raunverulegri en sá í Drekatári. Hann er ekki með fjarstæðukenndan yfirnáttúrulegan hæfileika heldur rammandsetinn sem er sannarlega raunverulegt fyrirbæri. Svo er það hann Hatch sem deyr en er lífgaður við, tekur með sér erkiengil og kemst í samband við við þennan andsetna mann. Um þann þátt er ég ekki viss um að eigi sér stoð í raunveruleikanum en veit að Drottinn opnar og lokar þeim dyrum sem hann ætlar sér og vill.
Þetta er mjög kaþólsk nálgun á kristni, og mjög einblínt á ytri trúartákn eins og róðukross sem er kaþólskara en allt sem kaþólskt er. Og þetta ber mörg einkenni kaþólskra helgisagna. En það er samt nóg vit í þessu til að ég finn mig í þessu. Það eru þessir tveir aðilar Drottinn og Satan, og þau áhrif sem þeir hafa á fólk sem þessi bók fjallar fyrst og fremst um. Öll reynsla fólks af "yfirnáttúrulegum" toga verður vegna þessara tveggja.
Koontz er líka naskur á að koma til skila því háði sem Satan viðhefur í garð Drottins. Það kemur í mörgum myndum og mörgum lygum sem Satan er duglegur að dreifa og hefur til þess marga vettfangi. Satan og hans brögð eru efni í sér blogg og sennilega mun ég taka það fyrir fyrr eða síðar. Lokabardaginn er líka dálítið á mörkunum finnst mér og er dálítið kaþólskur líka. Erkiengill að berja djöflaprins í hausinn með róðukrossi veit ég ekki hvort á einhverja stoð í raunveruleikanum. Mannlegi hýsillinn drapst vissulega við þá meðferð. Hvort krossinn sem slíkur er einhver ógn við Satan efast ég um. Það er einlæg bæn til Guðs og valdið sem Guð veitir manni sem skelfir hann mest. Ytri tákn hafa þar ekkert að segja.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:20 | Facebook
Athugasemdir
Gleðilega Hvítasunnu til þín og þinna Flower mín.
knús
Linda, 11.5.2008 kl. 17:35
Ég hefði ekki túlkað söguna alveg svona en það upplifir hana sjálfsagt hver á sinn hátt. Eftir stendur að hún er sterk og mögnuð lesning og grípandi.
En vinur minn snuðraði upp þessa síðu, er þetta lagið sem þú þekkir?
http://www.youtube.com/watch?v=g5JYJAJ5QI8
Knús og kossar, blómið mitt.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 14.5.2008 kl. 20:35
Nei hehehe Helga, þetta er ekki lagið. Þetta er allt of flókið til að ég gæti spilað þetta
Flower, 15.5.2008 kl. 11:54
Takk fyrir kveðjuna, elskan.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.5.2008 kl. 00:13
Vildi bara segja hæ! Hef ekki lesið þessar bækur en þær hljóma áhugaverðar kannski á svipaðan hátt og myndir eins og Konstantín. Annars finnst mér lítið gaman að velta mér upp úr myrkum karakterum...
Bryndís Böðvarsdóttir, 22.5.2008 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.