25.5.2008 | 10:30
Úti á palli
Jæja núna sit ég hérna úti á palli og kisinn minn liggur undir stól, hann vill alltaf vera þar sem fjörið er. Það er svo sem ekki mikill hiti þannig, það er gola og hún er það svöl að maður verður að vera í peysu svo að það sé líft úti. En sólin skín og ætla ég ekkert að kvarta Fuglarnir eru allsstaðar að syngja og það kveður við úr öllum áttum. Einhverra hluta vegna hef ég aldrei reynt að fara með tölvuna út á pall og það sést ekkert of vel á hana. Ég hef ekkert sérstakt gáfulegt fram að færa en það er gaman svona einu sinni að blogga undir berum himni. Guð gefi ykkur góðan dag.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Bara frábært Flower, hér er líka sól en frekar svalur andvari, maður kvartar ekki yfir þessu. Hvað heitir kisa þína?
knús og kveðja úr Reykjavíkinni
Linda, 25.5.2008 kl. 18:16
Hann vill vera nafnlaus eins og ég En þar sem er komið beint samband okkar á milli skal ég segja þér það seinna
Flower, 26.5.2008 kl. 11:33
Stundum vildi ég að það væri hægt að opna svona topplúgu á þakinu í vinnunni, þegar vel viðrar.
Bryndís Böðvarsdóttir, 29.5.2008 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.