Svarthöfði í prestgöngu

Ég er búin að vera að hugleiða þetta dálítið. Mér finnst þetta fyndið, gríðarlega meira að segja. Og þetta móðgar mig ekki neitt, ekki vitund. Það má spyrja eins og hann Haukur gerir á sínu bloggi hvers vegna þeir eru að þessu? En ég nenni ekkert að vera að velta mér alvarlega upp þessu samt. Og það gleður minn Star Wars áhuga að sjá minni uppáhalds persónu bregða þarna fyrir í svo virðulegum félagsskap Cool

Ég er samt búin að gefa hluta af þeim áhuga upp. Ég þurfti nefnilega að éta ofan í mig að það er dulspekiáróður í þessu og hætta að hafa þetta sem hjáguð. Og núna horfi ég á þetta einu sinni á ári. Það sem mér finnst vera dálítið varhugavert við þetta er hvað margir sökkva sér ofan í þetta, það sá ég á blogginu á starwars.com. Ég sá sjálfan mig og margar hugmyndir sem ég var að velta fyrir mér. Þegar ég var búin að horfast í augu við að svona dýrkun á bíómyndum er ekki heilbrigð þá var auðveldara að fjarlægjast þetta ofurlítið og líta bara á þetta sem bíómyndir. Og kannski vill Guð að ég hætti þessu alfarið einn daginn.

Ég vil ekki setja neinar hömlur á að gera grín að kristinni trú, það lætur kristna líta út eins og forræðishyggjusinna, líta þeir nógu illa út samt. Ég hlæ ekki að að slíku gríni samt, ég vil ekki sýna Guði mínum óvirðingu með því og það er afstaða sem ég tek fyrir sjálfan mig. Þeir sem gera grín að merkustu og heilögustu atburðum kristni verða að eiga um það við Guð. Það er að mínu viti ekki mitt að fordæma þá.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég tek alveg undir með þér, og ég nenni ekki að pæla í þessu vantrúarliði, ég held að fólk sé almennt hætt að taka þá alvarlega.

dulspekiáróðurinn er svakalegur í mörgum sögu og bíómyndum. Harry Potter og Lord of the Rings hefur sáð mörgu kuklfræjum í óþroskaðar sálir sem síðar getur komið  fram sem sjálfsmorðslöngun og þunglyndi. 

Guðrún Sæmundsdóttir, 13.6.2008 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband