25.6.2008 | 16:53
Guð er enginn óskasteinn
Ég ætla aðeins að tala um bænina. Það upplýsist hér með að með reglulegu millibili tek ég út sálarkrísur út af ólíklegustu málum og oft af litlu tilefni. Þegar slíkt gerist þá leita ég að sjálfsögðu til Drottins, en stundum með blendnum huga. Í dag tók ég eitt svona kast eins og ég er farin að kalla þetta með sjálfum mér. Ég var smá lausmál og það gæti komið sér illa fyrir aðra. Það er reyndar ekkert óeðlilegt að finna til samviskubits í þannig tilfelli. En ég leitaði að sjálfsögðu til Drottins með þetta. Því hann megnar að leiðrétta mistök mín þegar ég er ekki fær um það. Svo fór ég að hugsa um þetta á allt annan hátt en ég er vön.
Þau fyrirheit gefur Jesú okkur að við megum leita fram fyrir hann með hvað sem er. Eins og maður gerir ósjálfrátt með jafnvel smámál sem eru algjörlega veraldleg. Bara ef maður játar að vilji Guðs ræður. Svo lengi sem maður virðir það þá þarf ekkert að vera feiminn við að biðja um nánast hvað sem er, nema ef það er þess hégómlegra. Það líður mér seint úr minni úr myndinni Jesus Camp þegar ein telpan er að skipa keilukúlu að hitta í nafni heilags anda. Svo langt gekk ég ekki á hennar aldri þó að ég væri að biðja um eitt og annað.
Ég er því búin að skipta um skoðun á þessu að biðja til Guðs um veraldleg mál, þegar ég var áður með blendar tilfinningar varðandi það. Það er ekki vandamálið að biðja heldur ef maður ætlast til að það sé uppfyllt. Guð er enginn óskasteinn sem uppfyllir allar óskir. Hann er lifandi og persónulegur Drottinn okkar og frelsari sem ber að virða sem slíkan. Að vilja leysa úr jafnvel smámálum fyrir okkur þegar hann þyfti þess alls ekki sýnir kærleika hans til okkar. Það er ekki annað hægt en að verða bljúg og auðmjúk, því að það er ólýsanlegt að vera svo sérstakur í hans huga.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
sammála hverju orði
halkatla, 25.6.2008 kl. 19:11
Flott færsla.
knús
Linda, 30.6.2008 kl. 13:15
Það er svo yndislegt að fela Guð allt í bæn, jafnvel litlu smámálin og hégómlegar bænir, (kanski ekki keilukúlu) en fyrir gott bænalíf fær maður frið yfir ólíklegustu hlutum, sem annars væru að bögga mann.
Guðrún Sæmundsdóttir, 3.7.2008 kl. 09:32
Þakka ykkur fræbæru konunum fyrir kommentin
Flower, 3.7.2008 kl. 12:39
Frábæru átti það nú að vera
Flower, 3.7.2008 kl. 12:41
Dásamlega satt allt sem þú segir hér í þessari grein. Er ég þér hjartanlega sammála vinkona.
Bryndís Böðvarsdóttir, 3.7.2008 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.