Kær vinur kvaddur

Kær heimilismeðlimur hefur nú kvatt og skilur eftir stórt skarð Crying Kisinn minn sem ég bloggaði um í fyrra er farinn yfir móðuna miklu eða hvert annars sem kettir fara. Það er ótrúlega sárt og mikil viðbrigði þegar maður hefur átt dýrið í mörg ár.

Það er vanmetin sorgin sem fólk finnur við dauða gæludýra. Það er samt alveg jafn sár sorg og við dauða mannfólksins. Sorg sprettur af væntumþykju, og það er sama hvern manni þykir vænt um, það er alltaf sárt þegar viðkomandi deyr.

Að skrifa blogg um þetta er mín leið til að opna mig ofurlítið vegna þess að ég á ekki auðvelt enn sem komið er að ræða þetta. Og líka til að heiðra blessaðan vininn minn ofurlítið. Hann var karakter sem vildi láta taka eftir sér og snúast í kring um sig eins og sönnum kóng sæmir Cool Samt kallaði ég hann óvirðulegum gælunöfnum eins og kjánakall og kjánaflón Grin Og oftast stóð hann undir þeim með allsskonar furðulegheitum sem kettir taka upp á. Ég veit að það hljómar kunnuglega hjá öðrum kattareigendum Wink

Hans verður alltaf saknað og minnst Heart

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég samhryggist þér innilega Núna er ég í sömu sporum því ég þarf að láta svæfa hundinn minn á morgun, hún Perla mín er hrjáð af krabbameini í munninum/trýninu þetta hefur verið að hrjá hana í tæp tvö ár, fyrsta árið taldi dýralæknirinn að hún væri með svona slæmar tannholdsbólgur og gaf hundinum margvíslegar meðferðir við því sem að skiljanlega dugðu ekki til.Svo kom hið sanna í ljós núna í mars. Við erum búin að kaupa meiri tíma með henni með miklum lyfjagjöfum en við getum ekki horft uppá hundinn okkar kveljast meira svo að á morgun verður hún svæfð og jörðuð útí garðinum sem henni hefur liðið svo vel í.

Guðrún Sæmundsdóttir, 18.9.2008 kl. 11:24

2 Smámynd: Flower

Æi þakka þér fyrir Guðrún. Og ég samhryggist þér líka vegna hundsins þíns Þetta er alltaf svo voðalega sárt.

Flower, 18.9.2008 kl. 11:51

3 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

En hræðilegt! Ég samhryggist þér innilega. Þetta þykja mér afar dapurlegar fréttir.  

Bryndís Böðvarsdóttir, 25.9.2008 kl. 22:14

4 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

elsku blóm, hér kemur smáblessunarkveðja til þín,

Náð og friður margfaldist yður til handa með þekkingu á Guði og Jesú, Drottni vorum( 2. Pétursbréf, 1 kafli:2vers)

Guðrún Sæmundsdóttir, 26.9.2008 kl. 12:46

5 Smámynd: Flower

Þakka ykkur fyrir Bryndís og Guðrún

Flower, 26.9.2008 kl. 14:01

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

"..kannski er barn þitt góðum Guði hjá, gullfugl eða silfurmús að veiða".

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 27.9.2008 kl. 04:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband