Sápukúlan sprungin

Það er ekkert smávegis öngþveiti sem ríkir um allt þessa dagana. Litla Ísland er eftir allt saman lítið ennþá en ekki það stórasta í heimi. Sápukúlur eru ekki massamiklar þrátt fyrir að geta orðið stórar um sig og springa á endanum. Sápukúla útrásardrengjanna okkar varð reyndar stór um tíma en hún er sprungin og það framan í okkur öll. Og hvar eru þeir núna? Þeir hafa vit á því að halda sig utan sjónmáls. Davíð, sá sem hannaði landslagið að þessum óráðssíum mætti taka þá sér til fyrirmyndar.

Það erum ekki bara við sem eigum í erfiðleikum heldur allur heimurinn. Nú finnst mér út frá trúarlegum hugleiðingum að jarðvegurinn sé kominn fyrir þjóð á móti þjóð. Ef eitthvað kyndir undir stríð eru það peningar. Lán ganga landa á milli og einhverntímann kemur að skuldadögum. Ef maður gerir ráð fyrir hinu versta þá á þessi kreppa eftir að versna og skuldastaða einhverra þ.m, næsta skref gæti þá orðið hótanir um hernaðaríhlutun.

Þetta er auðvitað skelfileg svartsýni og mætti sennilega bíða, og auðvitað vona ég að ég sé að lesa of mikið í hlutina. En þetta er sannarlega í takt við það sem biblían spáir. Núna fá þeir sem hafa velt sér í illa fengnu fé í yfirgengilegum vellistingum að bergja á reiðibikar Guðs. Ég vona samt að þeir sem hafa auðgast vegna eigin dugnaðar og láti gott af því fé leiða fái ekki eins harðann skell, ég er nefnilega ekki á móti því að fólk sé ríkt. Bara þessum sem lifa í vellistingum af illa fengnu fé.

Það má samt ekki gleymast að alltaf er von. Ljós Drottins skín alltaf, og þar er skjól fyrir áföllum og eftir áföll. Guð sér alltaf um að sitt fólk hafi lágmark í sig og á, það er stundum ekki meira en það, en það er nóg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Frábær pistill hjá þér blóm!

Guðrún Sæmundsdóttir, 15.10.2008 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband