20.11.2008 | 14:24
Jólafyrirspenna
Nú eru blessuð jólin að nálgast eina ferðina enn og nú í skugga kreppu. Það má sjá að örfáir nota það sem afsökun að setja upp jólaljós í glugga. Og er það ekki bara gott og blessað ef fólki líður betur af því. Ég sjálf jólabarnið hef dálítið smitast af þessu og hugsa aðallega til jólalaga. Ég hlustaði meira að segja á Clay Aiken í gærkvöldi, og það á sálmana sem hann syngur svo yndislega. Það eru í reynd engin lög sem banna að hlusta á jólasálma þó að það sé bara 20 nóvember, bara þessi óskráðu sem hafa verið barin í mann alla ævi
Þetta var nú bara smá forskot á þá sælu að hlusta á þá í fyrsta sinn. En málið með þá er að þetta er hrein lofgjörð og tala til mín trúarlega séð. Það er alls ekki við hæfi að hlusta á þá árið um kring en það ætti að vera sjálfsagt mál að njóta þeirra alla aðventuna en ekki bara rétt fyrir og um jólin. Jesús fæddist nú ekki 24 des kl. 6. Hann ætlast til að við minnumst hans allt árið alla daga. Jólasálmarnir eru svo yndislega fallegir og lofgjörðin í þeim svo sönn, það á notfæra sér út aðventuna.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Sæl og blessuð Flower
Það er tilhlökkun hjá mér fyrir jólin. þau verða ekkert öðruvísi hér en venjulega.
Það þarf enginn að fara af hjörunum þó svo að blessuð jólin séu að koma.
Sendi smá skilaboð líka.
Vertu Guði falin
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.11.2008 kl. 23:50
nákvælega kæra vina. Ég held að kerti og spil verði aðal jólagjöfin í ár og það er bara fínt ég bið þess bara að allir njóti samverunnar með fjölskildunni og láti það leiða jólin í garð.
bk.
Linda.
Linda, 21.11.2008 kl. 19:05
Það er bara gott að fylla allt af ljósum þegar að myrkrið er svona mikið yfir þjóðinni, ég hef aldrei verið eins snemma með útiljós og þetta árið, það hreinlega veitir ekki af birtunni og gleðinni
Guðrún Sæmundsdóttir, 22.11.2008 kl. 21:44
Jólin eru friðarhátíð og við skulum bara njóta þeirra hvert á sinn hátt - ég er t.d að gera fullt af hlutum í ár sem ég hef vanalega ekki nennt, einsog t.d að gera almennilega hreingerningu og svona hafðu það rosagott...
halkatla, 2.12.2008 kl. 01:17
Já ég hef verið að reyna að grinka á öllu þessu veseni sem maður hefur vanið sig á í des. Það hefur gengið sæmilega og ég er búin að létta örlítið af þessari innri pressu, núna ætla ég að njóta aðventunar og borða smákökurnar sem ég hef bakað
Flower, 2.12.2008 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.