14.5.2009 | 13:53
Tími á blogg
Mér hlær hugur í brjósti hugsandi um framsókn hangandi á þingsflokks herberginu sínu í Alþingishúsinu eins og hundur á roði Litlu skinnin eiga svo bágt núna Völdin eru góð en það er kannski ekki eins gott að missa þau.
Svo hafa ýmsar áhugaverðar pælingar skotið upp kollinum, því miður ekki þess eðlis að ég vilji deila þeim hér en ég hef nóg um að hugsa samt. Á trúargöngunni skjóta upp við og við leyndardómar sem ekki opnast strax og kannski ekki einu sinni á þann hátt að maður átti sig. Ég fékk smá staðfestingu séð frá augum þess sem ekki trúir en er samt nógu opin til að hafna ekki þeim möguleika að þetta sé kannski hægt, að ég stend föstum fótum í trúnni.
Það er vel skiljanlegt að þetta sé fjarlægur heimur þeim sem ekki trúa. Ekki vil ég troða þeim um tær og ætlast til þess sama. Það má margt segja um þá sem vilja með ákveðnum hætti koma því á framfæri að þeir séu ekki sammála en ég ætla ekkert að gera það. Ég rölti bara ánægð minn trúarveg.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Sæl og blessuð
ehehehe með Framsókn.
"Ég þekki þær fyrirætlanir, sem ég hefi í hyggju með yður - segir Drottinn - fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð." Jer. 29:11.
Guð veri með þér í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.5.2009 kl. 23:27
Æi takk fyrir Rósa mín. Þetta er fallegt og huggunarríkt.
Flower, 15.5.2009 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.