Jólaundirbúningurinn

Best að setja eina glaðlega færslu svona rétt fyrir jól. Og nota tækifærið að leiðrétta síðan í gær að Þjóðkirkjan tekur einhverja lækkun á sig svona svo fyllsta réttlætis sé gætt. Ég er önnum kafin við að undirbúa jólin og búin að baka þrjár formkökur til að eiga í frysti. Þó að þetta sé óttalegt stúss og þreytandi líkamlega þá er þetta eiginlega ómissandi finnst mér.

Ég veit svo sem ekki hvort ég myndi kunna vel við mig í iðjuleysi þessa síðustu daga fyrir jól. Þetta undirstrikar komu jólana og það er bara svo gott að koma fram á aðfangadagsmorgun og allt búið. Jólin eru jú tími rútína og endurtekning á jólunum á undan. Svo er Guð svo góður að gefa mér þessa sértöku tilfinningu. Já þetta er flottur tími, svona tilbreyting frá hversdagsleikanum. 


Réttlát reiði

Það er svo margt sorglegt að gerast í þjóðfélagi okkar. Maður les um niðurskurð og niðurskurð. Það sem helst vekur athygli mína er niðurskurður á grunnstoðum samfélgasins, heilbrigðiskerfi og menntakerfi sem er þó nauðsin, og þegar fjársvelt. Hvað á fólk að taka til bragðs ef það á að fara að borga fyrir að leggjast inn á spítala en hefur ekki atvinnu og litlar tekjur? Og hvað eiga þeir að taka til bragðs sem eru atvinnulausir og hafa ekki einu sinni kost á að mennta sig eða bæta við menntun sína?

Svo er eitt dálítið sláandi, það hafa engar tillögur sést um niðurskurð hjá Þjóðkirkjunni Shocking Er hún svo mikilvæg eða hvað? Og hin útblásna, ofalda utanríkisþjónusta virðist eiga að fá að halda sínu enda nýtist þetta bara fáum. Þó að ráðalið þjóðarinnar virðist vera algjörlega óhæft í sínum stöðum, þá trúi ég ekki að hægt sé af slysni að taka svona margar óskynsamlegar ákvarðanir sem varðar allar grunnstoðir samfélags. Þannig að það verður þá að reikna með að þetta sé með ráðum gert, allavega er þetta markviss aðferð ef markmiðið er að buga heila þjóð.

Þá er bara hver stendur að baki þessu, og er ekki nærtækt að nefna Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Miðað við hvað ég hef lesið um þann sjóð þá virðist hann vinna svipað og samtökin Quantum of Solace í Bond myndinni nýju Woundering Það er talað um allir verði að taka á sig byrðar og það er satt svo langt sem það nær, en það er náttúrulega undarlegt að enginn vilji sé til að setja hátekjuskatt svo að þeir sem eigi penginga beri líka byrðar. Nei, þessu skal bara velt á þá sem minnst hafa. 

Ég verð reið að hugsa um þetta, og ég verð sérstaklega reið að hugsa um Þjóðkirkjunna sem ekki virðist eiga að bera byrðarnar líka Pinch Guð mun endanlega yfirgefa hana, hafi hann einhverntíman verið þar. Þó að trúaðir eigi helst ekki að hugsa á þessum nótunum, þá er það þó huggun að þeir sem eru að fara svona með þjóðina munu þurfa að svara fyrir þetta á endanum og að Guð stendur með almenning sem fer illa út úr þessu.

 


Jólafyrirspenna

Nú eru blessuð jólin að nálgast eina ferðina enn og nú í skugga kreppu. Það má sjá að örfáir nota það sem afsökun að setja upp jólaljós í glugga. Og er það ekki bara gott og blessað ef fólki líður betur af því. Ég sjálf jólabarnið hef dálítið smitast af þessu og hugsa aðallega til jólalaga. Ég hlustaði meira að segja á Clay Aiken í gærkvöldi, og það á sálmana sem hann syngur svo yndislega. Það eru í reynd engin lög sem banna að hlusta á jólasálma þó að það sé bara 20 nóvember, bara þessi óskráðu sem hafa verið barin í mann alla ævi Whistling

Þetta var nú bara smá forskot á þá sælu að hlusta á þá í fyrsta sinn. En málið með þá er að þetta er hrein lofgjörð og tala til mín trúarlega séð. Það er alls ekki við hæfi að hlusta á þá árið um kring en það ætti að vera sjálfsagt mál að njóta þeirra alla aðventuna en ekki bara rétt fyrir og um jólin. Jesús fæddist nú ekki 24 des kl. 6. Hann ætlast til að við minnumst hans allt árið alla daga. Jólasálmarnir eru svo yndislega fallegir og lofgjörðin í þeim svo sönn, það á notfæra sér út aðventuna. 

 


Klukkuð aftur

Ég ætla bara að fara mína leið að þessu, nenni ekki að telja tíu atriði þar sem það er hvort sem er bara eitt sem yfirgnæfir allt hitt, en ætla að telja nokkur samt.

  • Drottinn og allt sem hann hefur gefið mér, þarf ekki nánari útskýringu.  
  • Fjölskyldan.
  • Vinirnir, það er alltaf gott að vita af þeim.
  • Dýrin sem ég hef verið svo heppin að kynnast um æfina og gefið mér mikið.
  • Að kunna að meta það smáa í lífinu.   
Þar er það upptalið, þetta eru þó fimm atriði, alveg helmingurinn af því sem krafist var Wink                                           

Spennulosandi bollugerð

Best að reyna nú að vera jákvæður eftir dálítið þunglyndislegar færslur undanfarið. Í dag gerði ég mér stórgott með að baka bollur og ákvað að hnoða í höndunum þrátt fyrir að eiga góða hrærivél. Það er ótrúlega spennulosandi að hnoða deig, sérstaklega gerdeig. Það gerir mig alltaf hamingjusama að meðhöndla gerdeig, þau eru svo slétt og mjúk en ekki drulluleg eins og kökudeig með smjörlíki vilja gjarnan vera. Þetta var ákaflega ljúffengt líka. Svo er gott að eiga þetta í frysti og setja í örbylgjuofn og fá volgt og nýbakað.


Sápukúlan sprungin

Það er ekkert smávegis öngþveiti sem ríkir um allt þessa dagana. Litla Ísland er eftir allt saman lítið ennþá en ekki það stórasta í heimi. Sápukúlur eru ekki massamiklar þrátt fyrir að geta orðið stórar um sig og springa á endanum. Sápukúla útrásardrengjanna okkar varð reyndar stór um tíma en hún er sprungin og það framan í okkur öll. Og hvar eru þeir núna? Þeir hafa vit á því að halda sig utan sjónmáls. Davíð, sá sem hannaði landslagið að þessum óráðssíum mætti taka þá sér til fyrirmyndar.

Það erum ekki bara við sem eigum í erfiðleikum heldur allur heimurinn. Nú finnst mér út frá trúarlegum hugleiðingum að jarðvegurinn sé kominn fyrir þjóð á móti þjóð. Ef eitthvað kyndir undir stríð eru það peningar. Lán ganga landa á milli og einhverntímann kemur að skuldadögum. Ef maður gerir ráð fyrir hinu versta þá á þessi kreppa eftir að versna og skuldastaða einhverra þ.m, næsta skref gæti þá orðið hótanir um hernaðaríhlutun.

Þetta er auðvitað skelfileg svartsýni og mætti sennilega bíða, og auðvitað vona ég að ég sé að lesa of mikið í hlutina. En þetta er sannarlega í takt við það sem biblían spáir. Núna fá þeir sem hafa velt sér í illa fengnu fé í yfirgengilegum vellistingum að bergja á reiðibikar Guðs. Ég vona samt að þeir sem hafa auðgast vegna eigin dugnaðar og láti gott af því fé leiða fái ekki eins harðann skell, ég er nefnilega ekki á móti því að fólk sé ríkt. Bara þessum sem lifa í vellistingum af illa fengnu fé.

Það má samt ekki gleymast að alltaf er von. Ljós Drottins skín alltaf, og þar er skjól fyrir áföllum og eftir áföll. Guð sér alltaf um að sitt fólk hafi lágmark í sig og á, það er stundum ekki meira en það, en það er nóg.


Kær vinur kvaddur

Kær heimilismeðlimur hefur nú kvatt og skilur eftir stórt skarð Crying Kisinn minn sem ég bloggaði um í fyrra er farinn yfir móðuna miklu eða hvert annars sem kettir fara. Það er ótrúlega sárt og mikil viðbrigði þegar maður hefur átt dýrið í mörg ár.

Það er vanmetin sorgin sem fólk finnur við dauða gæludýra. Það er samt alveg jafn sár sorg og við dauða mannfólksins. Sorg sprettur af væntumþykju, og það er sama hvern manni þykir vænt um, það er alltaf sárt þegar viðkomandi deyr.

Að skrifa blogg um þetta er mín leið til að opna mig ofurlítið vegna þess að ég á ekki auðvelt enn sem komið er að ræða þetta. Og líka til að heiðra blessaðan vininn minn ofurlítið. Hann var karakter sem vildi láta taka eftir sér og snúast í kring um sig eins og sönnum kóng sæmir Cool Samt kallaði ég hann óvirðulegum gælunöfnum eins og kjánakall og kjánaflón Grin Og oftast stóð hann undir þeim með allsskonar furðulegheitum sem kettir taka upp á. Ég veit að það hljómar kunnuglega hjá öðrum kattareigendum Wink

Hans verður alltaf saknað og minnst Heart

 

 


Sagan og Guð

Ég hef verið að fylgjast með The Tudors og það hefur vakið margar hugleiðingar. Ég er svoddan skussi í sögu og fór að kynna mér málin. Wikipedia varð fyrir valinu þó að ég viti að það er kannski ekki áreiðanlegasta heimildin en það er svo þægilegt að fletta þar upp. Þar fann ég líka um þættina sjálfa og það er ekkert leyndarmál að handritshöfundar taka sér mikið skáldaleyfi. 

En það sem vekur mestan áhuga minn eru trúskiptin sem ég hef alltaf haldið í fáfræði minni að  hafi farið friðsamlega fram. En það var greinilega rangt hjá mér. Kaþólskan mátti missa sín, en það var ekki farið rétt að við þá framkvæmd. Hinrik VIII hefði betur sleppt því að reyna að breita orði Guðs sér í hag. Það vakti áhuga minn hvað þessum sex konum hans gekk illa að eignast syni, sérstaklega Anne Boleyn sem missti nokkur drengsfóstur. Einmitt sú kona sem hann gifstist meðan sú fyrsta var á lífi. Tilviljun? Eða bara ávöxtur óhlýðni við Drottinn.

Þó að Guð stjórni ekki beint sem strengjabrúðumeistari þá hefur hann samt smá um það að segja hverjir stjórna. Kannski mest af því að satan hefur líka áhuga á því og reynir að hafa áhrif, því vill Guð bregðast við. Og hann stjórnar lífi fólks sem hefur gefið honum það. En það sem hann gerir ekki er að grípa inn í frjálsan vilja allra hinna sem hafa þetta val. Þess vegna eru svona mörg voðaverk framin, annað hvort verður Guð að grípa inn í alltaf eða halda mest að sér höndum. Þetta er nú reyndar efni í annað blogg sem ég gríp kannski til í hallæri. 



Klukkuð en ætla að segja pass

Jæja Haukur klukkaði mig en ég er bara svo klikkuð að ég nenni ekki að svara þessu og finnst reyndar svindl að svara bara sumu Tounge Því ætla ég bara að segja pass. En þú gafst mér þó eitthvað til að blogga um Haukur Wink

Ég er með hugmyndir í hausnum um annarsskonar blogg sem ég ætla að hrinda í framkvæmd í mjög náinni framtíð. 

 


Hugmyndaleysi

Ég ætla rétt að láta vita af mér. Því miður hef ég ekkert gáfulegt fram að færa núna, ekki einu um hippana því að ég missti af síðasta þættinum. Sumarið er bara að verða búið og það fer að nálgast árið síðan ég byrjaði að blogga. Tíminn líður alveg fáránlega hratt, það verða komin jól áður en maður veit af. Vona að ég fái einhverja góða hugmynd fyrr en varir, Guð stjórnar því dálítið og stundum finn ég knýjandi þörf til að skrifa um eitthvað. Góðar stundir. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband