Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
3.1.2008 | 23:50
Fyrsta blogg ársins
Gleðilegt ár allir!
Bara að láta vita að ég er á lífi og er vel haldin af konfekti og öðru góðgæti. Hef ekkert til að blogga um og allt sem ég hef reynt að blogga um hefur einhvernvegin misheppnast þannig að ég læt þetta duga núna. Jólin voru bara friðsæl eins og vera ber. Nú eru þau að verða búin og gráminn tekur við þennan tíma sem tekur að verða bjart aftur. Svo verða komin jól aftur áður en maður veit af. Timinn æðir áfram. Ég reyni að henda einhverju gáfulegu hingað innan skamms. Það er nú slagsíða á fleiri bloggurum en mér
20.12.2007 | 18:31
Jólakveðjur!
Ég vil hér með óska mínum ágætu bloggvinum sem og öðrum lesendum gleðilegra jóla og farsældar og Guðsblessunar á nýju ári. Þakka skemmtileg samskipti og góðar viðtökur á þessum mánuðum sem ég hef bloggað Sjáumst hress á nýju ári.
Að öllum líkindum þ.e.a.s
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.12.2007 | 00:06
Jólin
Jæja best að blogga loksins eitthvað um jólin sem nálgast nú óðfluga. Ég sem hlakkaði svo til þess en svo hefur ekki orðið neitt úr neinu hehe. Það hjálpaði nú ekki upp á jólaskapið að fá pest og verða lasin og aum En það er sem betur fer búið að jafna sig og jólaskapið farið að skríða í hús á ný.
Svona á milli þess þegar ég reyni að gera eitthvað af viti er ég að lesa Hringadróttinssögu og er hún í samkepni við annað sem mig langar að gera mér til ánægju eins og að glamra jólalög á hljómborð, lita jólamynd og hlusta á jólalög. Ég gæti gert eitthvað af því reyndar í stað þess að hanga í tölvunni, en skellti jólatónlist á í þessum skrifuðu orðum. Talandi um jólatónlist, ég á jóladisk með Clay Aiken úr American Idol og þvílíka rödd sem maðurinn hefur. Það er nú eitthvað annað að heyra hann syngja Ó helga nótt heldur en okkar söngvara eins og Siggu Beinteins og Björgvin þó að þau hafi raddir til síns brúks. En Jusse Björling eða hvernig sem það er skrifað toppar nú alla í flutningi á þeim sálm.
Ég hlít að teljast mikið jólabarn eiginlega. En það breytist eins og flest þegar komið er á fullorðinsár, þetta getur aldrei orðið eins og þetta var í gamladaga. En þetta er gaman samt sem áður. Þegar ég var krakki sást varla sería í gluggum fyrsta des og allt hófst mikið seinna, kannski eins gott því að ég hefði orðið sturluð Þegar ég hlusta á Skreytum hús með greinum grænum hellist þetta rómaða jólaskap yfir mig. Hvað ætli þetta sé eiginlega sem gerir þetta, hvaðan kemur þessi tilfinning? Er þetta sprottið úr hefðum og ánægjulegum bernskujólum eða eitthvað sem einfaldlega fylgir þessum árstíma öllum? Eða er þetta gjöf frá Guði að gefa okkur þennan tíma til að gleðjast?
Neyslukapphlaupið er náttúrulega búið að eyðileggja fyrir mörgum þessa einföldu ánægju sem hægt er að fá alveg ókeypis bara með að gera svona einfalda hluti. Sem er synd því að sönn ánægja verður aldrei keypt og alvöru jólaskap verður að koma innan frá. Ég hlýt að teljast blessuð að fá þó að fullorðin sé að upplifa jólin ennþá eins og barn og fá svona mikla gleði af svo einföldum hlutum. Ef fleiri fyndu þann sannleik og losuðu sig úr þessu neyslubrjálæði myndu þeir eiga gleðilegri jól og skemmtilegan desember.
2.12.2007 | 11:33
Maðurinn og kraftar Guðs
Ég var að lesa gamla dagbókarfærslu hjá mér og þar voru hugleiðingar um hugtakið "að syndga upp á náðina". Það er aðeins vit í því upp að vissu marki og þröngu sjónarhorni. Þegar við öðlumst lifandi trú á Guð ( frelsumst ) förum við undir náð Krists. Þetta hugtak að syndga upp á náðina felur smá í sér að það að syndga sé nóg til að falla úr náðinni, en hversu mikið? Mig grunar að til séu þeir trúaðir sem taka þetta hugtak of alvarlega og setji sér þau markmið að syndga alls ekki, það fólk er auðvitað að berjast við vindmyllur því að það hefur aðeins einn syndlaus maður gengið hér á jörð og það er Jesús. Það þarf að syndga alvarlega trekk í trekk og með vilja til að falla úr náð, smá hrösun eins og við öll upplifum megnar það ekki.
Hverslags Guð væri það sem setti fólk út í kuldann starx við fyrstu synd? Að setja sér það markmið að reyna að syndga ekki er verkefni allra trúðara. En það verður að vera raunhæft og því fyrr sem trúaðir skilja að það hrasar stundum, því auðveldara á það með að læra að forðast það. Þegar við hrösum og iðrumst þess hjálpar Guð okkur aftur á fætur. Það slæðast inn í líf okkar hlutir sem Guð er ekki sáttur við, yfirleitt áður en trúin nær föstum rótum. Og þessir hlutir vilja líka ná föstum rótum. Það fer eftir því hvers eðlis þeir eru hversu sársaukafullt er að fjarlægja þá úr lífi okkar. Nú hef ég aðeins eigin reynslu til að miða við, en sú tilfinnig að finna reiði Drottins er sú óþægilegasta sem ég hef upplifað, en einnig sú hollasta.
Ég trúi einlæglega að það sem ég upplifi sé Guð. Og hvernig Guð er hann, jú hann er alveg eins og sá sem ég les um í biblíunni. Það er ekki fyrr en maður upplifir hann í eigin lífi að maður skilur að hann er ekki refsiglaður eins og mætti ætla stundum. Þegar ég fann reiði hans fann ég líka sársauka hans yfir að þurfa að opinbera mér reiðina. Hvað er betra til að fá fólk til að iðrast en það. Guð setur okkur mörk og eðli mannsins er þannig að við förum út fyrir þau, en af því að Guð elskar okkur vill hann halda okkur innan þessara marka. Hann tekur sér það vald aðeins yfir þeim sem gefa honum líf sitt. Það er líka kærleikur sem veldur því að hann grípur ekki inn í hjá þeim sem eru ekki undir hans náð. Þó að Guð sé strangur er hann samt kærleikur og fyrirgefning og yfirleitt er það ofan á.
Þetta er einfaldlega ævilangur lærdómur og Guð tekur sér góðan tíma til að umbreita persónu þannig að hún þoli þessa krafta sem bifast þegar Guð starfar. Ef Guð ætlaði að rífa allt burtu í einu átaki og kenna allt í einu myndi fólk tætast í sundur andlega, slíkur er krafturinn. Til að við séum fær um að finna fyrir þessum kröftum umbreitir Guð andanum og endurfæðir hann. Það geta allir eignast þessa von í Kristi.
24.11.2007 | 17:04
Breytingar heimsins
Það vaknaði hugmynd að bloggi í dag þegar ég átti samtal um Extreme Makeover þættina. Þetta eru virkilega sorglegir þættir að flestu leiti nema því að þarna gefst fólki tækifæri, kannski í fyrsta sinn á ævinni, til að láta lagfæra fæðingagalla og lýti eftir slys.En það lætur ekki þar við sitja því miður, það er farið í að breyta öllu og mér hefur sýnst að fólk endi uppi sem fjöldaframleidd vara í lokin.
Allir eru steyptir í sama mót, lýtalæknarnir setja eins kinnbein og hökur á alla og tannlæknar setja sömu ónáttúrulegu ofurhvítu tennurnar í alla. Sem er fáránlegt því að fólk missir persónueinkenni sín. Og ég efast um að þátttakendurnir verði eitthvað betri manneskjur eða líði betur við þetta brölt sitt. Það er nefnilega hið innra sem skiptir máli í því sambandi.
Þetta leiddi hugann að hvað nútíminn er firrtur. Það er fjöldi fólks þarna úti sem miðar sitt líf við hvað heitasta fræga fólkið er að gera. Sem er ekkert aðdáunarvert í flestum tilvikum nema síður sé. Þættir eins og Extreme Makeover spruttu upp á tímabili og allir enda á að líta eins út og þátttakendurnir á undan.
Svo er hinn pólitíski rétttrúnaður sem er að steypa öllum í sama mót hugarfarslega séð. Og það hefur áhrif á fleiri en þátttakendur makeover þáttana eru, og er talsvert alvarlegra. Hvernig yrði heimur þar sem allir hugsa eins og hafa eins skoðanir, og líta jafnvel eins út.
Ég myndi ekki vilja sjá þann heim en samt er sá heimur farinn að verða að veruleika. Nú verður bara spurningin hvaða skoðanir verða ofan á og hverjir velja þær og í hvaða tilgangi. Það eru sannarlega þungar undiröldur sem eru að bylta sér menningarlega og stjórnmálalega séð.
Bíblían spáir þessu og endi dagana. Merkileg tilviljun hvað margt í biblíunni passar við núverndi ástand heimsins og er nýtilkomið. Loftslagsbreytingar er vandamál sem þekktist ekki þegar heimsendi var spáð í lok 19 aldar t.d, en er raunveruleiki í dag. Og þá voru ekki búnar tvær heimsstyrjaldir heldur, og það styrjaldir sem breyttu alveg hvernig stríð eru háð. Þróunin í hergagnaframleiðslu hefur aðeins verið á uppleið síðan.
Það er af nægu að taka þegar skoða á slæmar breytingar í heiminum í dag, listinn er ótæmandi.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.11.2007 | 13:01
Raus um kaffi
Í gær varð ég ástfangin Ég fór í Te og Kaffi og ákvað að prófa blöndu húsins, og fékk þarna æðislega gott kaffi. Þarna er ég komin lengra á braut gæðakaffis og er að uppgvöta hvað gott kaffi er gott. ( Það er smá samhljómur í þessu og trúnni þar sem trúin verður smán saman að lífstíl ). Ég er reyndar líka hrifin af tei og finnst bæði gaman og gott að hella mér upp á alvöru te þó að ég láti yfirleitt Pickwick pokate duga hehe. Synd að ég sé aldrei jólateið frá þeim núorðið.
Koffein er eina ávanabindandi efnið sem ég neyti Guði sé lof, og ég drekk ekki mikið kaffi heldur. En dagurinn er litlausari ef ég fæ ekki minn daglega kaffibolla samt, góður kaffibolli getur bjargað deginum. Ég keypti mér líka sælkerakaffið frá Rúbín, jóla. Það var reglulega eftirminnanlegur einn dagurinn í nóvember í fyrra þegar ég drakk góðan jólakaffibolla og hlóð niður langþráðum jólalögum af tónlist.is, sem ég keypti svo að það sé á hreinu. Svona andartök gera jólin og aðdraganda þeirra svo sérstök, það eru smáu hlutirnir sem maður man, t.d hvað það er gott að kúra í bólinu á jóladagsmorgun með kaffi og góða bók.
Þarna tókst mér að sameina umfjöllun um jól, trúmál og kaffi og ekki endilega í þessari röð Er þetta orðið sannkallað raus um kaffi og bara raus yfirleitt andvarp
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.11.2007 | 23:53
Ted Haggart
Ég var að horfa á þátt á Stöð 2 í gærkvöldi sem heitir Friends of God. Og komst að því að það er hægt að fara í biblíulegan skemmtigarð, kristilegan glímuklúbb, kristilegan hjólabrettaklúbb og bílaklúbba. Just name it. Bandaríkin eru stundum dálítið klikkað land.
Svo var mikið talað við Ted Haggart og þá varð mér talsvert umhugsunarefni hans háa fall. Hann kemur fram sem hinn fullkomni trúaði predikari en gerir svo þveröfugt við það sem hann boðar, það er ekkert annað en hræsni að sjálfsögðu. Hvað liggur að baki slíkri hegðun? Var það sjálfsblekking, hroki eða græðgi. Eða lítið eitt af hverju. Því er náttúrulega erfitt að svara. En það er alveg ljóst að hann brást hrapalega öllu því fólki sem treysti honum, svona ætti ekki að eiga sér stað hjá predikurum, í hinum fullkomna heimi þ.e.a.s.
Í okkar ófullkomna heimi er allskonar ófullkomið fólk. Gagnrýni á Ted Haggart á rétt á sér. En margir gleyma því að fleiri en hann og aðrir svokallaðir kristnir ljúga og eru óheiðarlegir og gráðugir. Hvað með þá stjórnmálamenn sem gerast hórur fyrir atkvæði ákveðna hópa? Þetta fór ég líka að hugsa um og komst að því að þeir hljóta að vera æði margir. Ég sé fyrir mér stjórnmálamann sem sýnir málefni samkynhneygðra talsverða samúð en er svo rakinn hommahatari inn við beinið, þannig stykki hlýtur að vera til. Pólitískar hórur af því tagi hafa alltaf verið til og margir komist upp með það án þess neinn vissi. Mannkyn á þetta vandamál sameiginlegt að vera breyskt og þá er sama hvaða hóp, eða trú það tilheyrir eða telur sig tilheyra.
9.11.2007 | 13:47
Mjáá
Ég er kötturinn hennar Flower og ég ákvað þegar ég vaknaði til fá mér að éta, að stelast í tölvuna til að láta vita að ég væri til af því ég frétti að gæludýr væru farin að blogga. Ég ætla lika að vera nafnlaus þó að ég geti ekki kommentað á síðuna hans Jóns Vals fyrir vikið. Minn dagur er þannig að þegar ég er ekki sofandi einhversstaðar þá er ég að vesenast og elska leikinn út og inn, sníkja mat er líka skemmtilegur. Þá er það eiginlega upptalið. Nú er ég farinn að geispa og langar að fara að sofa en ætla fyrst að fá mér matarbita. Svo gæti ég þegið smá klapp frá Flower, það er magnað hvað maður kemst langt á persónutöfrunum Mjáá
Þegar ég las grein á vísi um gæludýr sem blogga fannst mér það met þannig að ég ákvað að prófa. Þetta er dagur kattarins míns í hnotskurn og það yrði ekki spennandi aflestrar blogg sem hann væri með :)
7.11.2007 | 14:48
Bloggleti
Það hefur verið bloggleti hjá mér undanfarið bara af þeirri ástæðu að ég hef ekkert fundið gáfulegt til að blogga um. Ég hef verið þokkalega dugleg að kommenta hjá bloggvinum samt. Ég er ekki mikill aðdáandi þess að blogga bara til að blogga heldur vil ég hafa eitthvað að segja.
Það er ekki laust við að það sé kominn jólahugur í mann, allavega hlakka ég til að fara að spila jólalögin. Annars er þetta fáránlegt að byrja að auglýsa svona snemma og byrja að skreyta. Ég held að þeir í IKEA og Húsasmiðjunni séu farnir að syngja meiri jól, meiri jól, meiri jól. Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Ég hlakka líka til að skrifa um jólin og hugsa mér gott til glóðarinnar, en það er eiginlega of snemmt líka Allt hefur sinn tíma eins og sagt er.
Sennilega mun ég halda áfram í bloggletinni nema mér detti eitthvað gott í hug. En ég mun halda áfram að kommenta hjá ykkur ágætu bloggvinum.
21.10.2007 | 20:57
Nýja biblíuþýðingin
Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að ætla að skrifa um hana, en ég vil, þrátt fyrir að hafa bara heyrt um þetta í fjölmiðlum, aðeins tala um mína skoðun á svokölluðu máli beggja kynja í biblíunni.
Að breita orði Guðs eftir tíðarandanum og hinum pólitíska rétttrúnaði er ekki skynsamlegt þar sem það eru viðvaranir um að gera slíkt. Mér finnst rökvilla að taka bræður og breita í systkyni, þar sem það er vitað að Páll var að skrifa þessi bréf til vina sinna sem voru karlmenn og eðlilegt að hann skyldi ávarpa þá bræður. Ég reikna með að þeir hafi svo komið efni bréfana til sinna safnaða. Á máli beggja kynja meira að segja.
Svo hef ég heyrt, en veit ekki hvort það er tilfellið í þessari útgáfu, að kvennakirkjan hafi viljað breita sá í þau. Orðið sá vísar til einstaklingsins og ég get því samsamað mig með því en ég hef ekki hugmynd um hvort ég er hluti af þessum þeim. Allir sem lesa biblíuna sem orð Guðs eru ekki að láta hið karllæga mál setja sig útaf laginu heldur taka orðið til sín sem einstaklingar.
Nú er líka íslenskan með öllum sínum blæbrigðum og þar á meðal mikið af karlkynsorðum sem eru, þvert á það sem feministar halda fram, ekki til að kúga konur. Ég las einhverntíman áhugaverða grein eftir íslenskufræðing og konu sem var að gagnrýna þessa áráttu að breita karlkyni í hvorugkyn. Man ekki hvaða dæmi hún notaði en það var tilvísun til hóps og karlkynsorð. Það þarf aðeins heilbrigða skynsemi til að láta það ekki fara í taugarnar á sér að vera kona og vera ávörpuð með sá. Sá yðar sem syndlaus er og svo framvegis. Mér er spurn hvort hægt er að taka þetta tiltekna eintöluorð og setja í fleirtölu svo að það haldi merkingunni, sem tilvísun til einstaklings. Það er ekki skynsamlegt né auðvelt að ætla að breyta málfarsnotkun á þennan hátt þegar þessi karlkynsorðahefð er svona sterk.