Alþjóðasamsteypurnar og Dýrið

Ég hugsaði með mér í gærkvöldi þegar ég horfði á myndina á RUV um afleiðingar einkavæðingar að ég gæti alveg hugsað mér að gerast anarkisti. Mér hraus hugur við að við íslendingar erum með klærnar á IMF yfir okkur Pinch Og ég huggaði mig svo sannarlega við að þeir glæpamenn sem einkavæða vatn og regnvatn, eins ótrúlega og það hljómar, eiga yfir höfði sér reiði Guðs og ég öfunda þá ekki af því sem yfir þá skal koma.  Ég veit að ég hljóma dómhörð en ég er ekki að fella neina dóma heldur eru þeir búnir að kalla það yfir sig.

Það sauð niðri í mér reiðin að sjá hvað þetta er mannfjandsamleg stefna. Þetta er ekki spurning um hugtök í pólitík eða hvaða stöðu menn taka sér í pólitík, þetta er bara ósköp einfaldlega mannfyrirlitning, græðgi og siðblinda. Svona hefur þetta alltaf verið nema núna er komin tækni til að svipta fólk vatni sem var ekki hægt þegar kóngarnir voru að skattpína alla í gamla daga. Svo þegar fólkið mótmælir er send lögregla á liðið Angry

Það eru greinilega menn þarna úti sem telja sig vera yfir alla hafna og hegða sér þannig. Því miður eru þetta helstu fjármagnseigendurnir og hafa því hin eiginlegu völd, með stjórnvöld á flestum stöðum í vasanum. Það er því sama hvort kosið er vinstri eða hægri stjórnir ef þetta er alltaf í pakkanum. Þetta eru konungar jarðar og ég tel að dýrið og merki dýrsins tengist þessum alþjóðasamsteypum sem þessir menn ráða yfir og hafa áhrif á öllum stigum mannlífsins.

Á þessum tímum er öruggast að vera undir vernd Drottins því að hann veit hvað koma skal og hann hefur áhætlanir fyrir okkur og hvernig við eigum að verjast þessu. Við á Íslandi megum sko þakka að við höfum gott vatn í krönum og nóg af því og biðja þess að við höldum því án þess að þurfa að borga offjár fyrir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Takk fyrir gott orð.

Guðmundur St Ragnarsson, 4.6.2009 kl. 23:39

2 Smámynd: Flower

Takk fyrir Guðmundur.

Flower, 5.6.2009 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband