Litið yfir farinn veg

Ég hef verið að líta yfir farinn veg á blogginu mínu og verið að skoða aftur til haustsins 06 þegar ég byrjaði. Las ekki allar færslur og enn síður athugasemdir, en mikið þykir mér vænt um allar þessar hlýlegu athugasemdir sem bæði bloggvinir og aðrir hafa skilið eftir HeartÉg sé einnig hvað mér hefur farið aftur að svara athugasemdum og skal játa upp á mig durtshátt að hafa ekki í það minnsta þakkað fyrir þær.

Svona er þetta bara, ég er víst enginn ofurbloggari. Svo hef ég ekki fengið neinn innblástur eins og ég þarf eiginlega ef eitthvað alvöru vit á að vera. Guð virðist kveikja og slökkva á því eftir þörfum. Það er mest til að koma boðskap Drottins á framfæri sem ég er með þetta blogg og það er auðveldara ef Guð sjálfur leggur mér lið. Sjáum hvað setur á nýju ári. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flower

Takk fyrir Gréta og gangi þér líka allt í haginn.

Flower, 5.1.2009 kl. 12:54

2 Smámynd: Linda

Knús vinkona, Guð notar okkur eftir þörfum, stundum meira stundum minna, og stundum ekki neitt, þá segir maður "hey Guð er ég í fríi núna" svarið er yfirleitt nei, þú heldur áfram að biðja, eða þannig upplifi ég það þegar ég fæ ekki stórkostlegan innblástur .

Vertu Guði falin.

bæjó frá pæjó

Linda, 9.1.2009 kl. 13:26

3 Smámynd: Flower

Takk fyrir pæjó ;) Það á örugglega eftir að koma einhver hugmynd og óþol að blogga hana eins og svo oft áður.

Flower, 9.1.2009 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband