Áramót

Jæja nú er bara síðasti dagur ársins upp runninn. Ég er ekki mikil áramótamanneskja og finnst þetta dálítið dapurleg tímamót, sem tekur út þegar ég heyri Nú árið er liðið. Víst er allavega að þessi áramót marka dapurleg tímamót fyrir þá sem sjá ekki fram á atvinnu og nægar tekjur á nýju ári. Þjóðfélagið er breytt og það ekki til batnaðar. En það er alltaf ljós í myrkrinu, Drottinn Jesú sem sannarlega tekur málstað þeirra sem eiga undir högg að sækja. Þegar myrkar hugsanir ásækja þá er gott að teygja sig í þetta ljós og það þarf ekki að teygja sig langt heldur. 

Ég óska ykkur bloggvinum mínum og öðrum sem lesa gleðilegs nýs árs og þakkir fyrir skemmtilegt ár. Megi Guð lýsa ykkur á nýjú ári Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Kæra Flower.

Megi almáttugur Guð blessa þig nú og um ókomin ár.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.12.2008 kl. 16:40

2 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Megi Guð blessa þig og þína margfalt á þessu ári. Ég segi bara góður vinur er gulli betri.

Bryndís Böðvarsdóttir, 2.1.2009 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband