Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
15.4.2010 | 19:39
Jörðin lætur til sín taka
Hver hefði trúað því að litla Ísland gæti raskað svona miklu? Ætli svona raskanir hafi nokkuð orðið í sögu flugsins, fyrir utan 11 september sem var ekki einu sinni af þessari stærðargráðu þarna í Evrópu. Og nú er allt orðið vitlaust við Eyjafjallajökul, stórflóð á leiðinni, megi Drottinn vera með fólki og skepnum sem eru varnarlausar í húsum.
Það sem ég hef verið að hugleiða í dag er að það er svo skrítið með það að öll þessi súpereldfjöll eru meira og minna komin á tíma núna. Ég get ekki að mér gert að tengja það við endatímann. Það hafa verið nokkrir stórir skjálftar það sem af er árs nú þegar, sem betur fer ekki allir mannskæðir. Katla gæti auðvitað vaknað hvenær sem er, og Reykjanesskagi gæti opnast hvenær sem er.
Drottinn ræður öllum þessum kröftum og það er í hans hendi að setja þau af stað nú eða svæfa þau ef honum býður svo við að horfa. Fólk yppir nú samt bara öxlum og segir svona er náttúran, hvað hefur þetta eitthvað með einhvern guð að gera. Núna er bara spurning hvað gerist og hvort við megum eiga von á stigvaxandi hamförum um allan heim. Það kann að virðast ósamræmi við kærleik Guðs, en hann agar þá sem hann elskar og hann dæmir þá sem gerast brotlegir, allir sitja allavega við sama borð hvað það varðar.
Trúmál og siðferði | Breytt 16.4.2010 kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2010 | 12:47
Dagurinn í dag
Jæja þá er fyrsta þjóðaratkvæðagreiðsla okkar íslendinga í dag og vonandi taka sem flestir þátt. jóhanna og steingrímur láta sér fátt um finnast samt, þeim finnst það djók að þjóðin fái að segja álit sitt á máli sem þau telja sitt einkamál. jóhanna væri samt í hátíðarskapi ef þetta væri um inngöngu í ESB og þá ættu allir að taka þátt og segja já. En jóhanna lítur líklegast ekki á sig sem íslending hvort sem er heldur ESBing.
Það er alveg á hreinu að þau skötuhjú hefðu dregið lögin til baka hefðu þau séð sér það fært, en þau vissu sem var að þjóðin hefði brjálast. Það er vonandi úr sögunni sá tími þegar fjórflokkarnir, því að þetta er allt það sama og enginn munur á, gátu ráðgast með hlutina eftir sínu höfði. Þetta er áfangi í sögu okkar sama hvað þau reyna að tala þetta niður og halda því fram að enginn hafi vit á hvað er verið að kjósa um.
Og mér finnst alveg þess virði að mæta til að senda þeim þau skilaboð að við búum í þessu landi líka og svona er stjórnarskrá okkar. Og höfum við einhverju að tapa hvort sem er. Ég lít ekki þannig á og það hlýtur að vera eitthvað gagn í þessu miðað við hvað það var lögð mikil áhersla á að koma í veg fyrir að þetta væri haldið. Þau mega vera í fílu, eiga ekkert betra skilið fyrir að standa ekki betur með þjóð sinni.
31.12.2009 | 12:52
Síðasta blogg ársins
28.11.2009 | 21:00
Ég er hér enn
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.9.2009 | 19:33
Náð Drottins
Það má víst margt skrifa um náð Drottins og jafnvel aftur og aftur, aldrei er góð vísa of oft kveðin. Mér datt í hug í dag að það er svo gott að hafa Guð sér við hlið í öllum aðstæðum, en auðvitað enn betra í slæmum þar sem maður hefur enga stjórn á atburðarrás eða neinu. Ekki það að ég hef ekki sjálf lent í þannig Guði sé lof, en ég á ekkert erfitt með að gera mér í hugarlund hversu léttir það væri að vita af Guði sér við hlið.
Þetta er alveg einstakt þetta persónulega samband og félag sem Guð býður okkur að eiga við sig. Því að þetta er félag þar sem við þurfum að leggja okkar að mörkum, þetta er ekki bara Guð sem hellir yfir okkur náð og við bara tökum við. Nei við verðum að sýna Guði að við viljum gefa honum stjórnina í hendur. Þetta er ekki spurning um að vinna miða í himnaríki, ég væri alveg til í að gefa það upp á bátinn og bara þjóna Guði án þess að neitt tæki við.
Drottinn segir okkur að vera ekki hreykin af spádómsgáfum og öðrum gjöfum heldur fagna því að nafn okkar er ritað á himnum. Þannig að þær hugmyndir að við séum bara að þessu til að komast til himna falla kannski svolítið um sig sjálfar af því að nafn okkar er þegar skráð þar, ekki af okkar verðleikum heldur af náð Drottins. Þetta er svo undursamlegt að hugsa um, og ég gæti bloggað endalaust um þetta atriði. En þetta dugir víst í bili.
27.8.2009 | 21:48
Ritstífla
22.7.2009 | 12:45
Blikur á lofti?
Eru einhverjar blikur á lofti þessa dagana? Svínaflensan og samsæriskenningarnar um bóluefnið gegn henni; Samsæriskenningar um helstu valdaættir BNA og Bretlands, sem teygja sig í konungsfjölskyldur Evrópu; Samsæriskenningar um ESB og s.fr.v. Og við hérna á litla landinu tengjumst þessu öllu saman einhvernveginn. Nú er flensan mætt hingað og bóluefnið líka, ESB komið með fótinn í gættina hjá okkur og ICESLAVE hangir yfir okkur eins og fallexi.
Það er þetta með bóluefnið sem ég er að hugsa mikið um. Það gæti alveg verið í takt við það sem Opinberunarbókin boðar. Það er líka eitthvað truflandi við hvað þetta er mikið kappsmál að koma þessu í fólk miðað við hvað flensan er væg. Það er bara einhvern veginn þannig að fólk treystir yfirvöldum og ætti að geta gert það, en það er bara því miður staðreynd að á þessum tímum er vafamál hvort það er verðskuldað traust.
Við erum orðin svo háð þessu batteríi sem heilbrigðisgeirinn er, og það gerir okkur vissulega viðkvæm fyrir því. Þetta er rosalegt vafamál, það eru ekki læknarnir sem eru þá vandamálið heldur lyfjafyrirtækin sem læknarnir hlusta á og treysta. Það er ekki sjálfgefið að treysta bara því sem fyrir mann er lagt. Ég er svo heppin að geta lagt þetta allt í hendurnar á Guði og þar af leiðandi er ég minna háð áliti lækna. Þeir eru þó nauðsynlegir og ég leita til þeirra, en það er ekki verra að hafa Guð með líka.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2009 | 11:47
Grasið er varla grænna hinum megin
Ég er farin að velta því fyrir mér svona næstum því í fullri alvöru hvort það sé eitthvað óhreint á sveimi í ónefndum ráðuneitum? Annað hvort það eða þetta fólk veit eitthvað sem við hin vitum ekki, sem er miklu verra. Hvað liggur á að koma þessari tillögu um aðildarviðræður við ESB í gegn akkúrat núna? Jú, samfylkingin (lítill stafur viljandi) hefur aldrei leynt því að vilja komast þangað inn blablabla, en er það brýnast núna þegar heimili og fyrirtæki eru meira og minna á hausnum en allt annað hækkar?
Það hefur ekkert breyst þó að það sé vinstri stjórn. Þingmenn þeirra flokka eru jafn bundnir af flokksræðinu. Til hvers að sitja á þingi og vera svo ekki frjáls til að greiða atkvæði samkvæmt sinni sannfæringu heldur sannfæringu flokksforystunar? Þetta er gjörsamlega handónýtt lið sem þykir vænna um stólana sína heldur en þjóðina. Og þessi valdasýki er greinilega í loftinu og bráðsmitandi. Maður hlýtur að spyrja sig afhverju?
Þá er það ljóst að þingmenn heils flokks hafa bæði svikið sína kjósendur og kosið sér þvert um hug. Veit ekki hvort er sorglegra. Spurning hvort samfylkingin hér eftir gerir ekkert nema að horfa fyrst til vilja ESB. Kannski er þegar búið að semja um eitt og annað bak við tjöldin. Guð hjálpi okkur með svona ósjálfstæðan stjórnmálaflokk við völd.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.6.2009 | 13:28
Guð sést í sköpununarverkum sínum
Ég villtist inn á stjörnufræðivefinn og fór að skoða myndir af plánetunum í sólkerfinu okkar. Þær eru svo fallegar allar saman og alltaf dettur mér Guð í hug þegar ég sé myndir af þeim. Og jörðin okkar er svo sannarlega einstök. Ef tilviljunin gat skapað líf hérna afhverju þá ekki á nálægum plánetum líka? Það er nákvæmlega ekkert vísindalegt við sköpunarkenninguna eins og ég og aðrir trúaðir trúum henni, af því að við fyllumst þessari tilfinningu að það sé tilgangur með þessu og að hann sé fyrirfram ákveðinn. Að þetta sé lítill hlekkur og partur af mikilfengleika Drottins.
Og hvaðan kemur svo þessi tilfinning? Það er einfaldlega bannað að láta tilfinningar stjórna vísindunum og það er nú skiljanlegt, en það er ekki hægt að gera þá kröfu á kristna að stjórnast af vísindum þegar þeir stjórnast alfarið af tilfinningum. Guð notar oft tilfinningar til að tala við okkur og blæs okkur þá í brjóst þeim tilfinningum sem hann vill. Og mér finnst Guð oft tala við mig í sköpunarverkum sínum. Guð verður víst aldrei mældur af vísindunum, þó að vísindin geri það kannski óafvitandi. Hann vill einfaldlega vera persónulegur Guð okkar og birtast okkur þannig. Það þarf bara trú, ekki mælitæki.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.5.2009 | 13:54
Alþjóðasamsteypurnar og Dýrið
Ég hugsaði með mér í gærkvöldi þegar ég horfði á myndina á RUV um afleiðingar einkavæðingar að ég gæti alveg hugsað mér að gerast anarkisti. Mér hraus hugur við að við íslendingar erum með klærnar á IMF yfir okkur Og ég huggaði mig svo sannarlega við að þeir glæpamenn sem einkavæða vatn og regnvatn, eins ótrúlega og það hljómar, eiga yfir höfði sér reiði Guðs og ég öfunda þá ekki af því sem yfir þá skal koma. Ég veit að ég hljóma dómhörð en ég er ekki að fella neina dóma heldur eru þeir búnir að kalla það yfir sig.
Það sauð niðri í mér reiðin að sjá hvað þetta er mannfjandsamleg stefna. Þetta er ekki spurning um hugtök í pólitík eða hvaða stöðu menn taka sér í pólitík, þetta er bara ósköp einfaldlega mannfyrirlitning, græðgi og siðblinda. Svona hefur þetta alltaf verið nema núna er komin tækni til að svipta fólk vatni sem var ekki hægt þegar kóngarnir voru að skattpína alla í gamla daga. Svo þegar fólkið mótmælir er send lögregla á liðið
Það eru greinilega menn þarna úti sem telja sig vera yfir alla hafna og hegða sér þannig. Því miður eru þetta helstu fjármagnseigendurnir og hafa því hin eiginlegu völd, með stjórnvöld á flestum stöðum í vasanum. Það er því sama hvort kosið er vinstri eða hægri stjórnir ef þetta er alltaf í pakkanum. Þetta eru konungar jarðar og ég tel að dýrið og merki dýrsins tengist þessum alþjóðasamsteypum sem þessir menn ráða yfir og hafa áhrif á öllum stigum mannlífsins.
Á þessum tímum er öruggast að vera undir vernd Drottins því að hann veit hvað koma skal og hann hefur áhætlanir fyrir okkur og hvernig við eigum að verjast þessu. Við á Íslandi megum sko þakka að við höfum gott vatn í krönum og nóg af því og biðja þess að við höldum því án þess að þurfa að borga offjár fyrir.